Goðsagnir um opinn aðgang: „Opinn aðgangur er of dýr“

Fjallað hefur verið um ókeypis og óhindraðan aðgang að rannsóknarniðurstöðum í mörg ár. Margir halda að opinn aðgangur hljóti að vera kostnaðarsamur. Myndbandið hér fyrir neðan miðar að því að uppræta þá goðsögn.

Myndbandið kemur frá Technische Informationsbibliothek (TIB), Hannover, Þýskalandi og var framleitt sem hluti af BMBF-styrktu verkefni „open-access.network 2“.

Goðsagnir um opinn aðgang: „Ekki sömu gæði“.

Fjallað hefur verið um ókeypis og óhindraðan aðgang að rannsóknarniðurstöðum í mörg ár en engu að síður virðast margir enn vera efinst um gæði efnis í opnum aðgangi.

Myndbandið hér fyrir neðan miðar að því að uppræta þá goðsögn sem fyrir er um að tímarit í opnum aðgangi séu ekki jöfn að gæðum og hefðbundin tímarit.

Myndbandið kemur frá Technische Informationsbibliothek (TIB), Hannover, Þýskalandi og var framleitt sem hluti af BMBF-styrktu verkefni  „open-access.network 2“.

Opin vísindi: Frá stefnu til framkvæmda

Svíar héldu ráðstefnu í Stokkhólmi þ. 16. – 17. maí sl. Hún bar yfirskriftina Open Science: From Policy to Practice.

Lögð var áhersla á mismunandi sjónarhorn varðandi mótun og innleiðingu opinna vísinda. Markmiðið ráðstefnunnar var að deila þekkingu, bestu starfsvenjum og ræða hvernig opin vísindi geta stuðlað að því að styrkja sjálfbæra framtíð og lýðræðisríki innan og utan Evrópusambandsins.

Ráðstefnan samanstóð af fyrirlestrum og umræðum og var bæði hægt að sækja hana á staðnum sem og á netinu. Þátttakendur voru m.a. aðilar sem komið hafa að stefnumótun, rannsakendur, fulltrúar á landsvísu, fulltrúar vísinda og aðrir hagsmunaaðilar víðsvegar að innan Evrópu sem utan.

Lesa áfram „Opin vísindi: Frá stefnu til framkvæmda“