Opin vísindi: Frá stefnu til framkvæmda

Svíar héldu ráðstefnu í Stokkhólmi þ. 16. – 17. maí sl. Hún bar yfirskriftina Open Science: From Policy to Practice.

Lögð var áhersla á mismunandi sjónarhorn varðandi mótun og innleiðingu opinna vísinda. Markmiðið ráðstefnunnar var að deila þekkingu, bestu starfsvenjum og ræða hvernig opin vísindi geta stuðlað að því að styrkja sjálfbæra framtíð og lýðræðisríki innan og utan Evrópusambandsins.

Ráðstefnan samanstóð af fyrirlestrum og umræðum og var bæði hægt að sækja hana á staðnum sem og á netinu. Þátttakendur voru m.a. aðilar sem komið hafa að stefnumótun, rannsakendur, fulltrúar á landsvísu, fulltrúar vísinda og aðrir hagsmunaaðilar víðsvegar að innan Evrópu sem utan.

Meðal fyrirlesara voru:

      • Karin Grönvall, landsbókavörður Svía
      • Katarina Bjelke, forstjóri  frá the Swedish Research Council
      • Hanne Monclair frá UNESCO Open Science Steering Committee & Ministry of Education and Research, Noregi
      • Maria Nilsson, ráðuneytisstjóri, Swedish Ministry of Education and Research

Dagskrá ráðstefnunnar

Upptaka af fyrri degi ráðstefnunnar, 16. maí 2023:

Upptaka af seinni degi ráðstefnunnar, 17. maí 2023: