OpenAIRE Explore

OpenAIRE Explore byggir á OpenAIRE Research Graph. Það er opið kerfi (e. open source) sem safnar og tengir saman lýsigögn (e. metadata) og tengla í vísindaafurðir sem tiltækar eru innan innviða OpenAIRE Open Science. Um er að ræða styrkveitendur, stofnanir, rannsakendur, rannsóknarsamfélög og útgefendur.

Hægt er að leita í kerfinu með OpenAIRE Explore að titlum, höfundum, DOI númerum, í útdráttum og innihaldi og takmarka við vísindaafurðir, verkefni, efnisveitur eða stofnunir.

Sömuleiðis er hægt að skoða niðurstöður eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og fræðasviðum.

Dæmi um efnisveitur:
PubMed, GitHub, Zenodo, arxiv.org, NARCIS, protocols.io, OpenTrials, re3data.org, ORCID, OpenDOAR, Crossref, ROR, European Union, Wellcome, UnPaywall, Microsoft, PLOS og ótal fleiri.

Íslenskar heimildir í Research Graph

  • Varðveislusafnið Opin vísindi
  • Hirsla (Vísinda- og fræðsluefnissafn Landspítala)
  • Tímarit:
   • Tímarit um uppeldi og menntun
   • Stjórnmál og stjórnsýsla
   • Arctic Yearbook
   • Læknablaðið
   • Nordic Mediterraneum
   • Íslenska þjóðfélagið: The Icelandic Society
   • Orð og tunga