PME færir sig frá Springer Nature til Ubiquity Press

Það telst til tíðinda þegar alþjóðlegt tímarit eins og Perspectives on Medical Education (PME) flytur sig frá stórum hefðbundnum útgefanda eins og Springer Nature yfir í fullkomlega opinn aðgang hjá útgefandanum Ubiquity Press.

Frá því tímaritið var fyrst sett á markað fyrir 40 árum síðan hefur það reynt að laga sig að síbreytilegu umhverfi. Skipt var úr hollensku yfir í ensku og breytt yfir í opinn aðgang árið 2012. PME er orðið topptímarit á sínu sviði og hafði áhrifastuðulinn (e. impact factor) 4,113 árið 2022 og fimm ára áhrifastuðul 4,086.

Dr. Erik Driessen og Lauren Maggio, aðalritstjóri og staðgengill aðalritstjóra PME útskýra þetta á eftirfarandi hátt: „Ritnefnd okkar ákvað árið 2022 að nauðsynlegt væri að færa tímaritið yfir til opins útgefanda til að tryggja að tímaritið væri í takt við okkar kjarnaviðhorf og gildi, þar á meðal gagnsæi og aðgengi. Flutningurinn til Ubiquity Press hefur ekki aðeins tryggt þetta, heldur hefur PME nú pláss fyrir fleiri útgáfur.

Nánar hér.

Lauslega þýtt:
STM Publishing News (8. febrúar 2023). Perspectives on Medical Education transfers publishers to ]u[ Ubiquity Press. STM-Publishing.com. Sótt 27. febrúar, 2023. 

Stefna um stjórnun gagna og miðlun frá NIH

Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (National Institutes of Health – NIH) hafa sett fram stefnu sína um stjórnun gagna og miðlun þeirra (e. data management and sharing – DMS). Stefnan gildir frá 25. janúar 2023 og á að stuðla að miðlun vísindalegra gagna.

Samnýting vísindagagna getur flýtt fyrir uppgötvunum á sviði líflæknisfræði t.d. með því að gera kleift að staðfesta rannsóknaniðurstöður, veita aðgengi að verðmætum gagnasöfnum og stuðla að endurnotkun gagna fyrir rannsóknir í framtíðinni.

Samkvæmt stefnunni gerir NIH ráð fyrir að rannsakendur og stofnanir taki upp eftirfarandi:

      • Geri ráð fyrir í sinni fjárhagsáætlun rými fyrir áætlun um stjórnun og miðlun gagna
      • Sendi DMS áætlun (Data Management and Sharing) til skoðunar þegar sótt er um styrk
      • Fari eftir samþykktri DMS áætlun

Sjá ítarlegri umfjöllun.

Lauslega þýtt: 
National Institutes of Health. Data Management & Sharing Policy Overview. NIH Scientific Data Sharing. Sótt 27, 2023.

USA: Árið 2023 er tileinkað opnum vísindum

The Year of Open Science

Þann 11. janúar sl. tilkynnti Hvíta húsið ásamt 10 bandarískum alríkisstofnunum  og bandalagi rúmlega 85 háskóla ásamt fleiri stofnunum – að árið 2023 yrði ár opinna vísinda.

Á árinu 2023 verður fagnað ávinningi og árangri opinna vísinda. Markmiðið er að hvetja fleiri vísindamenn til að tileinka sér opin vísindi. Árangur árs opinna vísinda mun byggja á samstarfi við einstaklinga, teymi og stofnanir sem eru tilbúin að umbreyta menningu vísinda og halda á lofti bæði þátttöku og gagnsæi.

Sett hafa verið fram fjögur markmið

  • Þróa  og móta stefnu fyrir opin vísindi
  • Bæta gagnsæi, heilindi og sanngirni í umsögnum (reviews)
  • Taka tillit til opinnar vísindastarfsemi í mati
  • Auka þátttöku hópa samfélagsins sem hafa átt undir högg að sækja varðandi framgang opinna vísinda

Lauslega þýtt og byggt á tilkynningu frá NASA:
Guide to a Year of Open Science.