UKRI uppfærir stefnu sína um opinn aðgang

Frá 1. janúar 2024 mun ný stefna um opinn aðgang í Bretlandi gilda um bækur, bókakafla og ritstýrð safnrit. Áður hafði UKRI (UK Research and Innovation) birt stefnu sína um opinn aðgang að ritrýndum rannsóknagreinum fyrir opinbert fé, sem gilti frá apríl 2022.

Stefan miðar að því að tryggja að rannsóknar- og nýsköpunarsamfélagið og samfélagið í heild sinni geti nálgast niðurstöður sem verða til með styrkjum úr rannsóknasjóðum UKRI, þ.e. með opinberu fé.

Nánar um uppfærða stefnu hér: UKRI updates guidance for open access policy.

Meðalnotkun á ári jókst um 3000 prósent

Fleiri rannsakendur á sviði öreindafræði (e. high-energy physics) fá stuðning til að gefa út í opnum aðgangi nú þegar Taylor & Francis hafa staðfest áframhaldandi þátttöku í átakinu SCOAP3 fyrir bækur. (SCOAP3 = Sponsoring Consortium for Open Access Publishing in Particle Physics).

Á síðasta ári fengu 19 bækur útgefandans Taylor & Francis á sviði öreindafræði í opnum aðgangi, mun meiri lestur og dreifingu en áður, þökk sé hópfjármögnun varðandi opinn aðgang. Taylor & Francis hafa staðfest að útgáfan muni halda áfram að vera hluti af SCOAP3 fyrir bækur.  Áætlunin færist nú af tilraunastigi yfir í markvissa stefnu um að gera nýjar rafbókaútgáfur aðgengilegar öllum. Lesa áfram „Meðalnotkun á ári jókst um 3000 prósent“

Yfirlýsingar ráðherraráðs ESB og evrópskra stofnana

Ráð Evrópusambandsins (oft nefnt ráðherraráð ESB) hefur gefið út drög að niðurstöðum ráðsins varðandi hágæða, gagnsæja, opna, trausta og réttláta útgáfu fræðilegs efnis: Draft Council conclusions on high-quality, transparent, open, trustworthy and equitable scholarly publishing (4. maí 2023).

Í framhaldinu  hafa nokkrar evrópskar stofnanir sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu: Advancing a publicly owned and not-for-profit scholarly communication ecosystem based on the principles of open science (23. maí 2023).

Þetta eru eftirtaldar stofnanir: European University Association (EUA), Science Europe, Association of European Research Libraries (LIBER), European Federation of Academies of Sciences and Humanities (ALLEA), Association of ERC Grantees (AERG), Marie Curie Alumni Association (MCAA), European Council of Doctoral Candidates and Junior Researchers (Eurodoc), cOAlition S, OPERAS, and French National Research Agency (ANR).