Vísinda- og fræðigreinar í opnum aðgangi:
Íslensk varðveislusöfn/gagnasöfn
-
- IRIS – Rannsóknir á Íslandi (upplýsingakerfi og vettvangur fræða-, lista- og vísindafólks á Íslandi)
- Opin vísindi: Rafrænt varðveislusafn íslensku háskólanna fyrir útgefnar ritrýndar vísindagreinar og doktorsritgerðir
- Skemman: Rafrænt varðveislusafn íslensku háskólanna fyrir grunn- og meistararitgerðir
- Hirsla: Rafrænt varðveislusafn fyrir fræðilegt efni á vegum Landspítalans
- GAGNÍS (DATICE): Gagnaþjónusta félagsvísinda á Íslandi
ATH: rannsóknaupplýsingakerfið Íris (Pure) fyrir íslenskar rannsóknir opnar væntanlega á árinu 2022.
Erlendar leitarvélar/varðveislusöfn
-
- OpenAIRE explore: Ein af stærstu leitarvélum heims varðandi fræðilegt efni í opnum aðgangi. Allt að 130 milljónir færslna
- BASE: Ein stærsta leitarvél heims varðandi fræðlegt efni, leitar í yfir 9000 varðveislusöfnum víðsvegar um heiminn. Opinn aðgangur að um 60% efnis
- CORE: Leitar í yfir 200+ milljón greinum (frá varðveislusöfnum og tímaritum í opnum aðgangi eða „hybrid“.
- DOAJ (Directory of Open Access Journals): Leit í greinum sem birtar eru í rúmlega 17.000 opnum tímaritum
- OAIster: Aðgangur að upplýsingum um fræðilegt rafrænt efni í opnum aðgangi frá rúmlega 1500 aðilum
- OATD (Open Access Theses and Dissertations): opinn aðgangur að ritgerðum og doktorsritgerðum frá yfir 1100 háskólum og rannsóknarstofnunum um allan heim
- Open Access Library: Yfir 5 milljónir vísindagreina í opnum aðgangi
- Open Knowledge Maps: Sjónræn leitarvél, leitar í BASE og PubMed. Lesa nánar
- Open Research Europe: Leitar í vísindalegu efni sem hlotið hefur styrki frá Evrópusambandinu, þ.e. Horizon 2020 eða Horizon Europe
- Paperity: Leitarvél sem leitar í texta rúmlega 16.000 fræðirita í opnum aðgangi
- Zenodo: Varðveislusafn fræðilegs efnis á vegum OpenAIRE, rekið af CERN. Öll fræðasvið