OA á Íslandi og erlendis

Opinn aðgangur er kominn mislangt á veg í löndum Evrópu og utan hennar. Gagnlegt er að horfa til annarra landa, ekki síst Norðurlandanna sem og annarra Evrópulanda til að skoða hvað er að gerast í málefnum opins aðgangs. Raunar eru mörg lönd komin mun lengra en Ísland og farin að ræða um opin vísindi í stað áherslunnar á opinn aðgang en hann er einungis ein birtingarmynd opinna vísinda. UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa gefið út skýrar línur um opinn aðgang/opin vísindi.

Opinn aðgangur snýst um aðgengi almennings að niðurstöðum rannsókna sem hið opinbera fjármagnar. Hér á landi er beðið eftir stefnu stjórnvalda sem sárlega hefur vantað þó að einstaka háskólar/rannsóknastofnanir innanlands hafi nú þegar mótað sér stefnu. Afdráttarlaus stefna stjórnvalda mun styrkja alla viðleitni til að vinna að opnum aðgangi.