Hlaðvörp

Opinn aðgangur – hlaðvarp

Hlaðvarp um OA í tilefni viku opins aðgangs 25. – 31. október 2021

1. þáttur – Áhrif opins aðgangs á akademískar rannsóknir

Sara Stef. Hildardóttir og Sigurgeir Finnson, upplýsingafræðingar, ræða um opinn aðgang og áhrif á akademískar rannsóknir.

2. þáttur – Reynsla úr hugvísindum af opnum aðgangi

Gestur þáttarins er Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent við Árnastofnun og ritstjóri fræðatímaritsins Orð og tunga en hún var spurð út í reynslu hennar af opnum aðgangi við útgáfu og birtingu greina.

3. þáttur – Áhrif Plan S á útgáfu og aðgang að rannsóknum

Viðmælendur þessa þáttar eru Guðrún Þórðardóttir og Þórný Hlynsdóttir, upplýsingafræðingar við Landbúnaðarháskólann og Háskólann á Bifröst sem töluðu um áhrif Plan S.

4. þáttur – Doktorsnemar og birtingar skv. opnum aðgangi

Í þessum fjórða kemur upplýsingafræðingur frá Bókasafni Háskólans í Reykjavík, Irma Hrönn Martinsdóttir, í spjall og talar um hvernig aðstoð doktorsnemar þurfa til að skilja varðveislu, birtingar- og útgáfumál og til að þau glati ekki höfundarrétti að verkum sínum.

5. þáttur – Samfélagsleg áhrif og aðgengi að rannsóknum

Í þessum þætti fá Sigurgeir Finnsson og Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingar til sín góða gesti, þær Brynju Ingadóttur og  Sigríði Zoëga, sem báðar eru dósentar við Hjúkrunarfræðideild HÍ,  en þær tala um eigin reynslu af opnum aðgangi í birtingu rannsókna og þann samfélagslega ávinning sem hlýst af opnum aðgangi almennt.