Plan S

cOAlition S  er alþjóðlegt bandalag rannsóknasjóða og styrktaraðila rannsókna um fullan opin aðgang að vísindaefni eftir 1. janúar 2021. Bandalagið hefur haft frumkvæði að „Plan S“ sem hleypt var af stokkunum í september 2018.

Þórný Hlynsdóttir upplýsingafræðingur hefur þýtt Plan S – Áætlun S. Eftirfarandi er fyrsti hluti hennar, en áætlunin í heild er aðgengileg á pdf formati.

Hluti I: Grundvallarmarkmið Áætlunar S

Áætlunin komi til framkvæmdar frá og með 2021*, þá munu allar útgefnar vísindagreinar um niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af opinberu eða einkafé sem fengnar eru úr sjóðum landa, svæðisbundinna og alþjóðlegra rannsóknaráða og sjóða birtar í tímaritum í opnum aðgangi (OA tímarit), í OA gagnasöfnum eða gerðar aðgengilegar í opnum varðveislusöfnum, án birtingartafa.

Að auki:

  1. Höfundar eða stofnanir þeirra munu halda höfundarrétti af útgefnum verkum. Allt efni skal gefa út með ákvæðum opinna aðgangsleyfa, mælt er með Creative Commons aðgangsleyfinu (CC BY) til þess að uppfylla ákvæði sem skilgreind voru í Berlínaryfirlýsingunni;
  2. Rannsóknasjóðir skulu birta ítarlegar kröfur og skilgreiningar sem hágæða OA tímarit, OA gagnasöfn og OA varðveislusöfn þurfa að uppfylla;
  3. Í tilfellum þar sem hágæða tímarita eða gagnasafna í opnum aðgangi nýtur enn ekki við, munu sjóðirnir hvetja til þess að koma slíkum vettvangi á fót á samræmdan hátt, stofna til og styðja þegar við á, stuðningi skal einnig veitt í innviðauppbyggingu varðandi opinn aðgang þar sem þörf er á.
  4. Þar sem það á við munu gjöld fyrir birtingu í opnum aðgangi vera greidd af sjóðunum eða rannsóknastofnunum, ekki af einstaka vísindamönnum; miða skal við að allir vísindamenn eigi kost á að birta verk sín í opnum aðgangi.
  5. Sjóðirnir styðja við fjölbreytt viðskiptamódel fyrir tímarit og gagnasöfn í opnum aðgangi. Þegar gjöld fyrir birtingu í opnum aðgangi eru áskilin, þurfa þau að vera í réttu hlutfalli við þá þjónustu sem veitt er við útgáfuna og slík gjöld skulu sett fram á gagnsæjan hátt til þess að markaðurinn og sjóðirnir geti mögulega staðlað og takmarkað umfang slíkrar gjaldtöku;
  6. Sjóðirnir hvetja ríkisstjórnir, háskóla, rannsóknastofnanir, bókasöfn, vísindasamfélög og lærð félagasamtök til þess að samræma aðgerðaáætlanir sínar, stefnur og verklag með það að markmiði að tryggja gagnsæi.
  7. Ofangreind grundvallarmarkmið skulu eiga við um allar gerðir vísindaafurða, en skilningur ríkir um að til þess að ná opnum aðgangi á einefnisritum og bókaköflum þurfi tímaramminn að vera lengri og að þar þurfi annars konar úrræði og meðhöndlun að koma til;
  8. Sjóðirnir styðja ekki við blandaðar aðferðir í útgáfu. En sé um aðlögunarferli í átt að opnum aðgangi að ræða, innan skýrt afmarkaðs tímaramma og þá aðeins þegar um aðlögunarsamninga er að ræða, mega sjóðirnir veita fé til slíks fyrirkomulags við útgáfu;
  9. Sjóðirnir munu hafa eftirlit með því hvort birtingar samræmast eða samræmast ekki þessum markmiðum af hálfu styrkþega;
  10. Sjóðirnir skulu einsetja sér að við afgreiðslu styrkumsókna þegar framlag rannsókna er metið skuli það gert þannig að mikilvægi rannsóknar sé metið umfram það hvar hún er tekin til birtingar, og að hvorki sé horft í áhrifastuðul birtingarinnar (eða tímaritsins), né útgefanda.

* Sjóðir sem ákveða að innleiða Áætlun S í sínar stefnur síðar en í janúar 2021, fá eins árs aðlögunartíma frá því að samkomulag er staðfest.

Sjá Áætlun S í heild sinni, hlutar I, II og III á íslensku, á pdf formati.

Hlutar II og III á ensku: