Af hverju OA

Aukinn sýnileiki – fleiri hafa aðgang að og geta lesið afrakstur vísindastarfs sem birtist í opnum aðgangi

Hraðari framþróun – aðgangur er greiðari og hraðar því fyrirhuguðum vísindarannsóknum, vísindamenn fá hraðar aðgang að efni en með áskriftarleiðinni

Tilvitnunum fjölgar – fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á fjölda tilvitnana og flest bendir til þess að vitnað sé meira í greinar sem birtast í opnum aðgangi (sjá Open Access Citation Advantage)

Aðgengi almennings – a) Vísindarannsóknir eru fjármagnaðar af almanna fé og því á almenningur rétt á því að hafa aðgang að niðurstöðum þeirra.  Almenningur á ekki að þurfa að borga (í gegnum tímaritaáskriftir bókasafna) til þess að fá aðgang að niðurstöðum rannsókna sem þeir eru í raun búnir að fjármagna með skattfé sínu. b) Almenningur hefur aðgang að mikilvægum upplýsingum fyrr (t.d. mikilvægum uppgötvunum í læknavísindum)

Uppfyllir skilyrði rannsóknasjóða – Fleiri og fleiri rannsóknasjóðir gera kröfu um birtingu í opnum aðgangi

Skattgreiðendur – Skattgreiðendur njóta afraksturs vísindavinnu sem þeir hafa nú þegar styrkt í gegnum opinbera sjóði.

Þróunarlönd – Háskólar í þriðja heiminum eru fátækir og hafa ekki efni á rándýrum tímaritáskriftum. Opinn aðgangur að vísindarannsóknum hjálpar því framþróun menntunar í þróunarlöndum sem er gæfuríkt fyrir heiminn allan