CC afnotaleyfi – bæklingur á íslensku

Kominn er út bæklingurinn Leiðbeiningar um afnotaleyfi frá Creative commons fyrir fræðilega útgáfu og fræðsluefni.  Hann á vonandi eftir að nýtast vel og auka skilning og vitneskju um þýðingu slíkra afnotaleyfa.

Til hliðsjónar var bæklingurinn Creative Commons for Scholarly Publications and Educational Resources eftir Pascal Braak, Hans de Jonge, Giulia Trentacosti, Irene Verhagen og Saskia Woutersen-Windhouwer (2020). Þýðingu, styttingu og aðlögun önnuðust Margrét Gunnarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Bæklingurinn sjálfur er undir Creative Commons Attribution-4.0 leyfi: https://creativecommons.org/licenses/by/4.0 nema annað sé tekið fram.

Bresk hugveita hvetur til umbóta í fræðlegri útgáfu

Mynd: Adobe Firefly (AI)

Breska hugveitan UK Day One hvetur til umbóta í fræðilegri útgáfu svo að spara megi allt að 30 milljónir punda árlega. Þetta kemur fram í skýrslunni Reform Academic Publishing to Unblock Innovation, sem skrifuð er af   Sanjush Dalmia and Jonny Coates sem báðir tilheyra UK Day One.

Think tank urges academic publishing reform to ‘save £30m’

Skýrslan leggur til að rannsóknir og nýsköpun í Bretlandi hætti að styðja sk. open-access block-styrki  til háskóla, með þeim rökum að þeir kosti 40 milljónir punda á hverju ári og séu notaðir til að greiða birtingagjöld rannsóknagreina til fræðilegra útgefenda.

Skýrslan mælir einnig með að sett verði á laggirnar sk. Plan U   sem myndi fela í sér að allar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af skattgreiðendum verði birtar sem forprent (e. preprint) áður en þær eru sendar til fræðilegra tímarita.

Lesa nánar

Svíþjóð – leiðbeiningar stjórnvalda um opin vísindi

Fyrir hönd sænsku ríkisstjórnarinnar hefur Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi (þjóðbókasafn Svía) þróað innlendar leiðbeiningar um opin vísindi. Leiðbeiningunum er ætlað að veita stuðning og leiðbeiningar til þeirra aðila  í Svíþjóð sem gegna mikilvægu hlutverki við varðandi umskiptin yfir í opin vísindi.

Leiðbeiningarnar tengja saman alþjóðleg tilmæli og þá vinnu sem fram fer í Svíþjóð.  Þær leggja áherslu á að það eru fyrst og fremst háskólastofnanir og styrktaraðilar rannsókna sem þurfa að þróa stefnu, innviði og leiðbeiningar til að styðja vísindamenn til að stunda opin vísindi.

Leiðbeiningarnar eiga að stuðla að betri samhljómi meðal þeirra  sem bera heildarábyrgð á umskiptum yfir í opin vísindi og fela til dæmis í sér miðlun þekkingar og reynslu sem og samstarf um eftirlit og uppfærslu leiðbeininganna.

Opin vísindi – Reynslusaga doktorsnema

Mynd: Robert Neubecker

Albert W. Li, doktorsnemi við University of California, Irvine, deilir reynslu sinni varðandi opin vísindi (Open Science – OS) í greininni How I learned to embrace open science úr tímaritinu Science.

Þar lýsir hann því hve viðbrigðin voru mikil þegar hann kom til Bandaríkjanna í framhaldsnám, eftir að hafa lokið grunnnámi í Kína, varðandi viðhorf til opinna vísinda og vinnubragða. Lesa áfram „Opin vísindi – Reynslusaga doktorsnema“