Það er fróðlegt að skoða tölulegar upplýsingar úr gagnasafninu Scopus sem varðar tímaritsgreinar íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi. Upplýsingarnar hér fyrir neðan miðast við 23. janúar 2025, tímaritsgreinar í ritrýndum tímaritum og nægir að höfundur sé tengdur íslenskri stofnun hvort sem hann er fyrsti höfundur eða meðhöfundur.
-
- Ef litið er til birtinga rannsakenda sem á einn eða annan hátt tengjast Háskóla Íslands, eru um 10.188 tímaritsgreinar í opnum aðgangi af 19.734 greinum alls. Læknisfræði er þar fyrirferðarmesta fræðasviðið.