Tölur: Ísland og OA upplýsingar úr Scopus

Það er fróðlegt að skoða tölulegar upplýsingar úr gagnasafninu Scopus sem varðar tímaritsgreinar íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi. Upplýsingarnar hér fyrir neðan miðast við 30. nóvember 2021, tímaritsgreinar í ritrýndum tímaritum og nægir að höfundur sé tengdur íslenskri stofnun hvort sem hann er fyrsti höfundur eða meðhöfundur.

    • Íslenskir rannsakendur koma við sögu í um 21.600 tímaritsgreinum og nær sú elsta til ársins 1931. Af þessum fjölda eru um 9600 greinar í opnum aðgangi (allar birtingarleiðir; gullna leiðin o.s.frv.). Þarna eru bæði fyrstu höfundar og meðhöfundar – allt talið.

 

    • Ef litið er til birtinga rannsakenda sem á einn eða annan hátt tengjast Háskóla Íslands, eru um 6500 tímaritsgreinar í opnum aðgangi af 14.110 alls. Þar af eru um 1900 greinar í tímaritum sem eingöngu birta í opnum aðgangi. Læknisfræði er þar fyrirferðarmesta fræðasviðið.
    • Birtingar rannsakenda Háskólans í Reykjavík telja um 950 greinar sem aðgengilegar eru í opnum aðgangi af u.þ.b. 1900 tímaritsgreinum alls . Um 300 tímaritsgreinar eru birtar í tímaritum sem eingöngu birta í opnum aðgangi.