OA leiðbeiningar fyrir rannsakendur

Hvernig getur opinn aðgangur gagnast þér sem rannsakanda eða höfundi?


Opinn aðgangur eykur sýnileika, miðlun, notkun og áhrif vísindastarfs þíns.

Höfundaréttur
Vertu meðvituð/meðvitaður um rétt þinn; ekki afsala höfundarétti þínum umhugsunarlaust. Hjá mörgum áskriftartímaritum þarf höfundur sjálfkrafa að framselja hluta höfundarréttar til útgefanda. Reyndu að varðveita rétt þinn til nýtingar eins og mögulegt er.

Notaðu Creative Commons leyfi í tengslum við rétt þinn. Það auðveldar allt ferli ef brotið er á höfundarétti þínum. Sumir útgefendur bjóða höfundum val á milli nokkurra tegunda CC leyfa. Öll „CC BY“ leyfi eiga við opinn aðgang.

Afrit í varðveislusafn
Settu afrit af grein þinni eða bók í varðveislusafn þinnar stofnunnar. Í flestum tilfellum leyfir útgefandi birtingu „post-print“ útgáfu greinarinnar (ritrýnd lokagerð höfundar) eftir tiltekinn tíma.

Hægt er að fletta upp útgáfustefnu tímarita og hvaða útgáfu greinar má birta í varðveislusafni á Sherpa Romeo.

Hafðu samband við þitt varðveislusafn til að nálgast leiðbeiningar.
https://www.hirsla.lsh.is/lsh/
http://opinvisindi.is

Ertu að birta í tímariti í opnum aðgangi?
Ef samningar við útgefanda þinn leyfa skaltu einnig birta greinina þína strax í varðveislusafni þinnar stofnunnar.

Samfélagsmiðlar
Það er ekki nóg að birta fræðilegt efni á eigin vefsíðu eða á samfélagsmiðlum. Vefsíður úreldast fljótt og tryggja engan veginn að greinin eða ritið í heild sinni verði þar áfram að finna. Að deila útgáfu á samfélagsmiðlum er ekki alltaf löglegt. Í öllum tilvikum skaltu einnig setja afrit í varðveislusafn þinnar stofnunar.

RANNÍS
Kynntu þér reglur frá RANNÍS um opinn aðgang, en frá janúar 2013 hefur Rannís gert kröfu um að „…niðurstöður rannsóknaverkefna sem styrkt eru úr sjóðum í umsýslu Rannís, séu birtar í opnum aðgangi.“

Vísindasjóður LSH
Ef rannsóknir þínar eru styrktar af Vísindasjóði LSH má benda á að sjóðnum er m.a. ætlað að styðja við birtingar í opnum aðgangi (heimild: Vísindastefna Landspítala 2019-2024).

Horizon 2020, ERC o.fl.
Ef rannsóknir þínar eru fjármagnaðar af Horizon 2020, European Research Council (ERC), eða öðrum styrktaraðilum, þá er þér að líkindum skylt að gera stafrænt afrit af efninu þínu aðgengilegt í opnum aðgangi, hvort sem það fellur undir reglur tímarits um birtingatöf (e. embargo) eða ekki.

Oft er einnig gerð krafa um að setja ritrýndar greinar og lokaútgáfur af handritum í varðveislusafn innan ákveðins tíma eftir birtingu. Hægt er að fletta upp stefnu hvers styrktaraðila á vef Sherpa Juliet.

Val á tímariti
Það er best að senda greinina þína í tímarit sem býður opinn aðgang. Hægt er að finna upplýsingar um tímarit í Directory of Open Access Journals (DOAJ).

Höfundur þarf oft að borga fyrir útgáfu í opnum aðgangi („Article Processing Charge“, APC). Fjármögnun á slíku birtingagjaldi er oft í boði, annaðhvort innan ramma innlendra/erlendra styrktaraðila eða innan eigin háskóla/stofnunar.

(Byggt á: https://www.openaccess.nl/en/your-role/researcher-author)