Kennari

Hvernig getur opinn aðgangur gagnast þér?

Ef rannsóknaniðurstöður, fræðigreinar og ritin þín eru aðgengileg í opnum aðgangi geturðu notað þau ótakmarkað í þinni kennslu. Þetta á við einnig við þótt þú birtir í áskriftartímaritum.  Þú getur samið um þennan rétt við útgefanda þinn. Sjá umfjöllun um höfundarétt á vef Landsbókasafns-Háskólabókasafns.

Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum?

    • Nemendur þínir tilheyra næstu kynslóð fræðimanna. Segðu þeim frá kostum opins aðgangs. Útskýrðu að opinn aðgangur geti gagnast þeim á þeirra starfsferli, að ritrýni eigi einnig við um opinn aðgang og að það skipti máli að höfundaréttur sé þeirra.
    • Hvettu nemendur til að birta verk sín í opnum aðgangi. Mikilvægt er að þú styðjir aðgang almennings að lokaritgerðum og doktorsritgerðum.
    • Reyndu að tryggja að þín eigin rit og rannsóknaniðurstöður séu aðgengileg í opnum aðgangi til notkunar í kennslu.

Gerast áskrifandi að póstlista um opinn aðgang.