OA orðasafn

Opinn aðgangur (Open access) Markmið opins aðgangs er að niðurstöður rannsókna sem fjármagnaðar eru af opinberu fé séu aðgengilegar á rafrænu formi með eins víðtækum og einföldum hætti og kostur er og nýtanlegar sem flestum án endurgjalds (sjá nánar – Hvað er OA)

Opin gögn (Open data) Gögn eru aðgengileg á internetinu til niðurhals, afritunar, umbreytingar og endurnýtingar  án endurgjalds eða hindrana

Opin vísindi (Open science) Allt vísindastarf á að vera opið án hindrana eða takmarkana, rannskóknarferlið, rannsóknargögn og rannsóknarniðurstöður.

Grænn opinn aðgangur (Green OA) Handrit að grein (Pre-print eða Post-print) er gert aðgengilegt í varðveislusafni samhliða birtingu annarsstaðar

Gull opinn aðgangur (Gold OA) Grein kemur út í opnum aðgangi í tímariti án gjaldtöku eða hindrana fyrir notandann. Hins vegar getur kostnaður lagst á höfunda, svokölluð þjónustugjöld vegna birtinga (APC)

Demanta opinn aðgangur (Diamond OA) Gull opinn aðgangur nema engin þjónustugjöld vegna birtinga leggjast á höfunda. Grein er því opin fyrir notandann án gjaldtöku eða hindrana og engin kostnaður leggst á höfund greinar

(sjá nánar – Meginleiðir OA)

Brons opinn aðgangur (Bronze OA) Grein er opin/ókeypis á netinu, gjarnan merkt Free access, en án nokkurra OA leyfa, þ.e. útgefandi getur án tafar ákveðið að loka aðgangi að grein.

(Libre OA) Efni er opið og aðgengilegt til aflestrar en einnig til umbreytinga og endurnýtingar (fer eftir CC leyfi)

(Gratis OA) Efni er einungis opið og aðgengilegt til aflestrar, ekki til umbreytinga eða endurnýtingar

Blönduð tímarit (Hybrid journal) Hefðbundið áskriftartímarit sem lokað er á bakvið gjaldvegg. Höfundur getur borgað þjónustugjald fyrir birtingu greinar sinnar í opnum aðgangi, aðrar greinar í tímaritinu eru eftir sem áður lokaðar á bakvið gjaldvegg

Tvöfaldur kostnaður (Double dipping) Háskóli/bókasafn kaupir áskrift að blönduðu tímariti en greiðir jafnframt þjónustugjöld fyrir birtingu í opnum aðgangi fyrir starfsmenn sína í sama tímariti

Varðveislusafn (Repository) Rafrænt varðveislusafn er safn skjala eða vísindagreina í opnum aðgangi, þar er safnað saman ákveðnu rafrænu efni í opnum aðgangi og er vistunin varanleg. Varðveislusöfnum er gjarnan skipt í tvo flokka, stofnanavarðveislusöfn (institutional repositories) og fagvarðveislusöfn (disciplinary- or subject repositories) (sjá nánar – Íslensk varðveislusöfn)

Óritrýnt handrit (Pre-print / Author’s manuscript) Grein sem send hefur verið til útgáfu í tímariti, er lokauppkast að vísindagrein sem höfundur skilar til útgefanda og á eftir að ritrýna

Lokagerð höfundar (Post-print / Accepted manuscript) Ritrýnd fræðigrein sem samþykkt hefur verið til útgáfu í vísindatímariti, er lokaútgáfa af greininni og er í uppsetningu höfundar

Útgefin grein (Publisher’s version) Útgefin grein eins og hún birtist í tímariti, í uppsetningu og umbroti útgefanda

DOI-auðkenni (Digital Object Identifier) Alþjóðleg og varanleg auðkennisnúmer sem sett eru á rafrænar greinar

ORCID-auðkenni (ORCID) Varanlegt auðkennisnúmer fyrir fræðimenn, auðkennir í sundur fræðimenn með sama nafn. Einfaldar allt ferli varðandi umsóknir um rannsóknarstyrki og við innsendingu handrita til tímarita (sjá nánar – Orcid.org)

Þjónustugjöld vegna birtinga (Article Processing Charge, APC) Gjöld sem útgefendur rukka höfunda fyrir birtingu í opnum aðgangi. Þessi gjöld eru mismunandi eftir útgefendum

Birtingatöf (Embargo) Birtingatöf er oft á nýjum greinum áður en þær eru gerðar aðgengilegar, jafnvel þó búið sé að borga fyrir áskrift að tímaritinu.  Einnig gera útgefendur í mörgum tilvikum kröfu um birtingatafir á handritum greina sem birtast í varveislusöfnum. Birtingatafir eru gjarnan á bilinu 6-18 mánuðir

(sjá nánar – Þjónustugjöld og birtingatafir útgefanda)

Gjaldveggur (Paywall) Greinar eða tímarit sem greiða þarf fyrir aðgang að eru lokuð á bakvið svokallaðan gjaldvegg

Creative Commons Safn höfundarréttarleyfa sem veita valkosti við hefðbundin höfundarrétt varðandi réttindi höfunda, notenda og hvernig endurnýta megi hugverk og/eða endurgera. CC leyfi eru fjölbreytt, sum þeirra samræmast hugmyndinni um opinn aðgang og önnur ekki (sjá nánar – Creative Commons leyfi)

byggt á Open Research Glossary