Um vefinn

Openaccess.is er vefur Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um opinn aðgang að vísindaefni og rannsóknaniðurstöðum sem styrktar eru af opinberu fé.

Efni hans og leiðbeiningar eru einkum ætlaðar rannsakendum, útgefendum, nemendum, upplýsingafræðingum og öðrum sem vilja kynna sér opinn aðgang og auka þátt hans í útgáfu vísindaefnis.

Allir ættu að geta lesið og endurnýtt niðurstöður fræðilegra rannsókna sem styrktar eru af hinu opinbera á netinu.  Sú hugsjón liggur að baki hreyfingunni og hugmyndinni um opinn aðgang fyrir alla.