Birting í tímaritum frá Karger

Landssamningur við Karger

Í gildi er landssamningur að tímaritum útgáfufyrirtækisins Karger sem sérhæfir sig í tímaritum innan læknisfræði. Samningurinn felur í sér að árið 2023 geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM)  að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.

Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).

ATH: Þegar þú sendir inn handrit í tímarit frá Karger þarftu að gæta þess að nota íslenskt netfangi (endar á .is)

Innsend handrit geta verið af eftirfarandi tegund:

   • Original research articles
   • Review articles
   • Proceedings
   • Letters
   • Editorials

 

Sjá lista yfir öll tímarit hjá Karger

https://www.karger.com/Journal/IndexListAZ

Samningur við Karger
Hér má sjá landssamninginn við Karger.