Goðsagnir um opinn aðgang: „Ekki sömu gæði“.

Fjallað hefur verið um ókeypis og óhindraðan aðgang að rannsóknarniðurstöðum í mörg ár en engu að síður virðast margir enn vera efinst um gæði efnis í opnum aðgangi.

Myndbandið hér fyrir neðan miðar að því að uppræta þá goðsögn sem fyrir er um að tímarit í opnum aðgangi séu ekki jöfn að gæðum og hefðbundin tímarit.

Myndbandið kemur frá Technische Informationsbibliothek (TIB), Hannover, Þýskalandi og var framleitt sem hluti af BMBF-styrktu verkefni  „open-access.network 2“.