Opin vísindi: Frá stefnu til framkvæmda

Svíar héldu ráðstefnu í Stokkhólmi þ. 16. – 17. maí sl. Hún bar yfirskriftina Open Science: From Policy to Practice.

Lögð var áhersla á mismunandi sjónarhorn varðandi mótun og innleiðingu opinna vísinda. Markmiðið ráðstefnunnar var að deila þekkingu, bestu starfsvenjum og ræða hvernig opin vísindi geta stuðlað að því að styrkja sjálfbæra framtíð og lýðræðisríki innan og utan Evrópusambandsins.

Ráðstefnan samanstóð af fyrirlestrum og umræðum og var bæði hægt að sækja hana á staðnum sem og á netinu. Þátttakendur voru m.a. aðilar sem komið hafa að stefnumótun, rannsakendur, fulltrúar á landsvísu, fulltrúar vísinda og aðrir hagsmunaaðilar víðsvegar að innan Evrópu sem utan.

Lesa áfram „Opin vísindi: Frá stefnu til framkvæmda“

UKRI uppfærir stefnu sína um opinn aðgang

Frá 1. janúar 2024 mun ný stefna um opinn aðgang í Bretlandi gilda um bækur, bókakafla og ritstýrð safnrit. Áður hafði UKRI (UK Research and Innovation) birt stefnu sína um opinn aðgang að ritrýndum rannsóknagreinum fyrir opinbert fé, sem gilti frá apríl 2022.

Stefan miðar að því að tryggja að rannsóknar- og nýsköpunarsamfélagið og samfélagið í heild sinni geti nálgast niðurstöður sem verða til með styrkjum úr rannsóknasjóðum UKRI, þ.e. með opinberu fé.

Nánar um uppfærða stefnu hér: UKRI updates guidance for open access policy.

Meðalnotkun á ári jókst um 3000 prósent

Fleiri rannsakendur á sviði öreindafræði (e. high-energy physics) fá stuðning til að gefa út í opnum aðgangi nú þegar Taylor & Francis hafa staðfest áframhaldandi þátttöku í átakinu SCOAP3 fyrir bækur. (SCOAP3 = Sponsoring Consortium for Open Access Publishing in Particle Physics).

Á síðasta ári fengu 19 bækur útgefandans Taylor & Francis á sviði öreindafræði í opnum aðgangi, mun meiri lestur og dreifingu en áður, þökk sé hópfjármögnun varðandi opinn aðgang. Taylor & Francis hafa staðfest að útgáfan muni halda áfram að vera hluti af SCOAP3 fyrir bækur.  Áætlunin færist nú af tilraunastigi yfir í markvissa stefnu um að gera nýjar rafbókaútgáfur aðgengilegar öllum. Lesa áfram „Meðalnotkun á ári jókst um 3000 prósent“