„To preprint or not to preprint“

„To preprint or not to preprint: A global researcher survey“ er heiti á tímaritsgrein sem birtir niðurstöður könnunar á viðhorfum vísindamanna til „preprints“ eða forprenta. Höfundar eru Ni Rong og Ludo Waltman.

Hér fyrir neðan er lausleg þýðing á útdrætti greinarinnar:

Opin vísindi hafa hlotið mikla athygli á heimsvísu og forprent eða „preprint“ er mikilvæg leið til að innleiða aðferðir opinnna vísinda  í fræðilegri útgáfu.

Til að skilja betur viðhorf vísindamanna til forprenta gerðum við könnun meðal höfunda vísindagreina sem gefnar voru út árið 2021 og snemma árs 2022. Niðurstöður könnunar okkar sýna að Bandaríkin og Evrópa eru fremst í flokki varðandi innleiðingu forprenta.

Bandarískir og evrópskir vísindamenn sem svöruðu voru kunnugri forprentum og studdu þá leið frekar en samstarfsmenn þeirra annars staðar í heiminum. Lesa áfram „„To preprint or not to preprint““

Írland vaktar fræðilegt efni í opnum aðgangi

Írar eru komnir vel á veg með að setja upp sk. Open Access Monitor (vaktara) í samvinnu við OpenAIRE þar sem þeir vakta allt sitt fræðilega efni og hlutfall þess í opnum aðgangi.

Þetta tól er afar öflugt og byggir á hugbúnaði frá OpenAire: OpenAire Graph. 

Valmöguleikarnir varðandi greiningu eru ótal margir og gagnvirkir og veita mýmörg tækifæri til að skoða og meta hver staðan er hjá Írum varðandi efni í opnum aðgangi.

Myndbandið hér fyrir neðan, vefkynning frá 20. mars 2024, gefur greinargóða mynd af möguleikunum. Bein kynning á írska vaktaranum hefst á 13. mínútu.

Áhugasamir geta skoðað vaktarann hér:
https://oamonitor.ireland.openaire.eu

DORA: Endurskoðun rannsóknamats – dæmisögur

Á vef DORA (San Francisco Declaration on Research Assessment) er að finna áhugavert safn af dæmisögum frá háskólum og fleirum sem gert hafa breytingar á  rannsóknamati sínu undanfarin ár og sett fram nýjar stefnur og verklag. Þar kemur mjög skýrt fram um hvaða stofnun er að ræða, hverju var breytt, hversvegna, hvernig og hvenær.

Sem dæmi má nefna Samtök háskóla í Noregi, Háskólann í Tampere, Finnlandi og Háskólann í Bath, Englandi.