Nýr sjóður fyrir OA útgáfu í Háskólanum í Cambridge

Háskólinn í Cambridge hefur stofnað nýjan sjóð til að styrkja rannsakendur við skólann til að gefa út rannsóknarniðurstöður sínar í opnum aðgangi, hafi þeir ekki aðgang að öðrum fjárhagslegum stuðningi. Þannig geta vísindamenn notað sjóðinn til að greiða svokölluð APC gjöld (article processing charge) ef nauðsyn krefur, fyrir rannsóknir sínar í tímaritum sem veita opinn aðgang.

Anne Ferguson-Smith, prófessor við Háskólann í Cambridge:

„Þetta er mikilvægt skref í að tryggja að allir vísindamenn háskólans í Cambridge geti valið gullnu leiðina í opnum aðgangi. Við erum stolt af stofnun þessa sjóðs sem mun einkum nýtast fræðimönnum snemma á starfsferli sínum sem og öðrum fræðimönnum í háskólanum sem ekki eiga rétt á slíkum stuðningi frá öðrum styrkveitendum.“

Sjá nánar: A new institutional open access fund for the University of Cambridge.