Talið er að Iowa State University í Bandaríkjunum hafi sparað nemendum sínum u.þ.b. 2,5 milljónir bandaríkjadala síðan 2018, skv. Abbey Elder, upplýsingafræðingi við skólann.
„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“
„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“ er haft eftir Dr. Toma Susi.
Dr. Toma Susi er dósent við háskólann í Vínarborg í Austurríki. Hann telur að 95% af rannsóknum sem hann hefur framkvæmt síðan hann lauk doktorsprófi árið 2011 hafi verið birtar í opnum aðgangi.
Hann hefur tileinkað sér aðferðir opinna vísinda (e. Open Science) eftir fremsta megni. Þegar Susi og rannsóknarhópur hans hafa borið fulla ábyrgð á fræðilegri grein, hafa þeir venjulega sett þau gagnasett sem notuð voru í varðveislusafn þar sem hægt er að nálgast gögnin og vitna í sérstaklega.
„Við erum alveg sannfærð um hugmyndafræðina á bak við opin vísindi – að allt sem tengist vísindarannsóknum og niðurstöðum þeirra ætti að vera gagnsætt og hægt að sannreyna af öðrum,“ útskýrir Susi.
Nánar hér: University of Vienna professor Toma Susi: „Relying on impact factors to assess researchers is simply non-scientific“
Háskólinn í Stokkhólmi og opin vísindi
Háskólinn í Stokkhólmi stefnir hraðbyri að opnum vísindum innan sinna veggja og sem hluti af þeirri vinnu hefur rektor hans Astrid Söderbergh Widding fyrir hönd skólans, undirritað Barcelona yfirlýsinguna um opnar rannsóknaupplýsingar.
Wilhelm Widmark, ráðgjafi skólans varðandi Opin vísindi telur þetta mikilvægt skref til í átt að gagnsærra ferli rannsóknamats.
Rannsóknaupplýsingar eiga við um upplýsingar eða lýsigögn sem tengjast mati eða samskiptum varðandi rannsóknir. Þetta geta verið lýsigögn varðandi rannsóknagreinar eða aðrar útgáfur rannsókna, fyrir rannsakendur eða varðandi rannsóknagögn og rannsóknahugbúnað. Eins og staðan er nú, eru margir innviðir lokaðir þar sem rannsóknaupplýsingar er að finna, sem þýðir að lýsigögn eru einungis aðgengileg þeim sem greiða áskriftargjöld.
Nánar hér: Stockholm University signs declaration on open research information