Bandaríkin: „The right to deposit“

Yfirlýsing til stuðnings því að nota alríkisleyfi til að innleiða OSTP minnisblaðið frá 2022 varðandi aðgang almennings

Með væntanlegri útgáfu nýrra áætlana bandarískra alríkisstofnana um almennan aðgang almennings í framhaldi af leiðbeiningum Hvíta hússins um vísinda- og tækniskipulagningu (OSTP) („Nelson minnisblaðið“), munu höfundar fræðigreina sem styrktir eru af alríkisstofnunum  standa frammi fyrir nýjum kröfum um að leggja inn rannsóknarafurðir sínar án birtingatafa í tilskilin varðveislusöfn.

Þessar kröfur munu hafa áhrif á höfunda, stofnanir þeirra og sérstaklega þá aðila sem sjá um fjármögnun rannsókna og að höfundar uppfylli skilyrði sem fylgja styrkjum.

Bókasöfn munu halda áfram að gegna lykilhlutverki varðandi aukinn opinn aðgang eftir mörgum leiðum og leiðbeina höfundum varðandi  fræðilega útgáfu  og stjórnun rannsóknargagna.

Lesa áfram „Bandaríkin: „The right to deposit““

„Að gefa út í opnum aðgangi“: upptaka og glærur

Meðal efnis sem var á dagskrá í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023 var fyrirlestur sem bar heitið „Að gefa út í opnum aðgangi“. Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni flutti erindið og bæði glærur og upptaka eru nú aðgengilegar.

Fyrirlesturinn var einkum ætlaður þeim ungu rannsakendum og doktorsnemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu greina í vísindatímaritum og vilja kynna sér opinn aðgang.

Glærur af fyrirlestrinum
Upptaka af fyrirlestrinum (hefst á 1.35 mínútu)

Viðtal: Opin vísindi og opinn aðgangur í Svíþjóð

Vert er að benda á athyglisvert viðtal frá 11. september 2023 við Wilhelm Widmark, forstöðumann bókasafns háskólans í Stokkhólmi og framkvæmdastjóri EOSC (European Open Science Cloud). Í viðtalinu er fjallað um stöðu opinna vísinda og opins aðgangs í Svíþjóð og nálgun Svía gagnvart því markmiði að ná 100% opnum aðgangi. Wilhelm fjallar um mikilvægi þess að ákvarðanataka sé á „hærra stigi“, þ.e. stjórnir háskóla og rektorar hafa komið að stefnumótun um opin aðgang.

Wilhelm deilir einnig reynslu sinni af „transformative agreements“, lýsir þeim aðferðum sem hópur um stefnumótun sem kallast „Beyond Transformative Agreement“ skoðar. Hann leggur áherslu á að það sé valkostur að ganga burt frá samningaborðinu ef samningar nást ekki en það kerfst víðtækra samskipta og mikils stuðnings frá fræðasamfélaginu.

Viðtalið hér.