Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang

Hollendingar eru iðulega í fararbroddi hvað varðar vangaveltur um opinn aðgang,

Í mars 2024 hittust um 50 manns frá ýmsum háskólum í Hollandi, öðrum stofnunum og löndum í sk. Open Science Retreat og lögðu saman krafta sína í vikulangt hugarflug um opinn aðgang. Í stuttu máli hafa menn ekki lengur trú á að sk. „transformative agreements“ skili því sem þau áttu að skila. Það líður að endurnýjun margra slíkra samninga í Hollandi og því tímabært að skoða árangurinn. Niðurstaðan varð sú að kalla eftir samstöðu um breytta nálgun varðandi opinn aðgang í Hollandi svo að upphaflegt markmið opins aðgangs sé haft í fyrirrúmi:

Call to Commitment: A future-proof approach to Open Access Publishing in the Netherlands

Lesa áfram „Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang“

OpenAlex – gagnasafn á vegum OurResearch

Hvað er OpenAlex?

Kjarninn í OpenAlex er gagnasafn sem samanstendur af hvers kyns fræðilegum verkum s.s. rannsóknargreinum, gagnasettum, bókum og ritgerðum.

En þar er þó ekki allt talið. OpenAlex fylgist með tengslum þessara verka og upplýsir um tengsl t.d. tímarita, höfunda, stofnana, tilvitnana, hugtaka og styrkveitenda. Það er mikilvægt að henda reiður á þessum tengslum til að fá vitneskju um og skilja stóru myndina.

OpenAlex er dýrmæt auðlind fyrir stofnanir, vísindamenn, stjórnvöld, útgefendur, styrkveitendur og alla aðra sem hafa áhuga á alþjóðlegum rannsóknum og fræðilegum samskiptum.

Gögnin eru opin og ókeypis svo hægt sé að deila.. Með því að nota vefsíðuna getur hver sem er byrjað strax að skoða gögnin til að fræðast um alls kyns hluti, allt frá einstökum greinum til alþjóðlegrar þróunar í rannsóknum.

Kynningarmyndband hér:

Hver stendur á bak við OpenAlex

OurResearch er óhagnaðardrifin stofnun sem smíðar verkfæri fyrir Open Science, þar á meðal OpenAlex, Unpaywall og Unsub.

Nánari upplýsingar: OpenAlex Support.

Ríkisstofnanir og birting gagna – lærdómur frá COVID-19

Það hefði verið illmögulegt að vita hvernig bregðast skyldi við COVID-19 faraldrinum án gagna. Þau skiptu sköpum til að skilja hvernig faraldurinn dreifðist og hvaða aðgerðir skiluðu árangri. Samt birtu stofnanir ýmissa landa gögn sín ekki ætíð á sem æskilegastan máta. Það gerði viðbrögð erfiðari en ella. Það er því mikilvægt að læra af því hvað gekk vel og hvað ekki fyrir framtíðina.

Í greininni Best practices for government agencies to publish data: lessons from COVID-19 úr tímaritinu The Lancet Public Health eru lagðar til sjö bestu starfsvenjur um hvernig birta má gögn á sem bestan máta:

        • Safna gögnum sem skipta máli
        • Gera gögn sambærileg
        • Skjala gögnin vandlega
        • Deila þeim oft og tímanlega
        • Birta gögnin á vísum stað
        • Velja endurnýtanlegt snið á gögnin
        • Veita öðrum leyfi til að endurnýta þau.

Sjá greinina hér.