Hvíta húsið og opinn aðgangur

Fréttir varðandi opinn aðgang frá Hvíta húsinu í Washington:

Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 uppfærði skrifstofa vísindi og tækni Hvíta hússins stefnu sína um niðurstöður rannsókna. Nú þarf strax að gera niðurstöður rannsókna sem studdar eru af almannafé aðgengilegar bandarískum almenningi án birtingatafa (embargo) og kostnaðar.

Allar stofnanir hins opinbera munu innleiða þessar uppfærðu leiðbeiningar að fullu og þar með binda enda á 12 mánaða birtingatöf (sem var valkvæð), eigi síðar en 31. desember 2025.

Í þessu samhengi er vitnað er til orða Bidens Bandaríkjaforseta frá 2016 þegar hann var varaforseti:

“Right now, you work for years to come up with a significant breakthrough, and if you do, you get to publish a paper in one of the top journals, For anyone to get access to that publication, they have to pay hundreds, or even thousands, of dollars to subscribe to a single journal. And here’s the kicker — the journal owns the data for a year. The taxpayers fund $5 billion a year in cancer research every year, but once it’s published, nearly all of that taxpayer-funded research sits behind walls. Tell me how this is moving the process along more rapidly.”