Yfirlýsingar ráðherraráðs ESB og evrópskra stofnana

Ráð Evrópusambandsins (oft nefnt ráðherraráð ESB) hefur gefið út drög að niðurstöðum ráðsins varðandi hágæða, gagnsæja, opna, trausta og réttláta útgáfu fræðilegs efnis: Draft Council conclusions on high-quality, transparent, open, trustworthy and equitable scholarly publishing (4. maí 2023).

Í framhaldinu  hafa nokkrar evrópskar stofnanir sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu: Advancing a publicly owned and not-for-profit scholarly communication ecosystem based on the principles of open science (23. maí 2023).

Þetta eru eftirtaldar stofnanir: European University Association (EUA), Science Europe, Association of European Research Libraries (LIBER), European Federation of Academies of Sciences and Humanities (ALLEA), Association of ERC Grantees (AERG), Marie Curie Alumni Association (MCAA), European Council of Doctoral Candidates and Junior Researchers (Eurodoc), cOAlition S, OPERAS, and French National Research Agency (ANR).