Bandaríkin: „The right to deposit“

Yfirlýsing til stuðnings því að nota alríkisleyfi til að innleiða OSTP minnisblaðið frá 2022 varðandi aðgang almennings

Með væntanlegri útgáfu nýrra áætlana bandarískra alríkisstofnana um almennan aðgang almennings í framhaldi af leiðbeiningum Hvíta hússins um vísinda- og tækniskipulagningu (OSTP) („Nelson minnisblaðið“), munu höfundar fræðigreina sem styrktir eru af alríkisstofnunum  standa frammi fyrir nýjum kröfum um að leggja inn rannsóknarafurðir sínar án birtingatafa í tilskilin varðveislusöfn.

Þessar kröfur munu hafa áhrif á höfunda, stofnanir þeirra og sérstaklega þá aðila sem sjá um fjármögnun rannsókna og að höfundar uppfylli skilyrði sem fylgja styrkjum.

Bókasöfn munu halda áfram að gegna lykilhlutverki varðandi aukinn opinn aðgang eftir mörgum leiðum og leiðbeina höfundum varðandi  fræðilega útgáfu  og stjórnun rannsóknargagna.

Lesa áfram „Bandaríkin: „The right to deposit““

„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“

„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“ er haft eftir Dr. Toma Susi.

Dr. Toma Susi er dósent við háskólann í Vínarborg í Austurríki. Hann telur að 95% af rannsóknum sem hann hefur framkvæmt síðan hann lauk doktorsprófi árið 2011 hafi verið birtar í opnum aðgangi.

Hann hefur tileinkað sér aðferðir opinna vísinda (e. Open Science) eftir fremsta megni. Þegar Susi og rannsóknarhópur hans hafa borið fulla ábyrgð á fræðilegri grein, hafa þeir venjulega sett þau gagnasett sem notuð voru í varðveislusafn þar sem hægt er að nálgast gögnin og vitna í sérstaklega.

„Við erum alveg sannfærð um hugmyndafræðina á bak við opin vísindi – að allt sem tengist vísindarannsóknum og niðurstöðum þeirra ætti að vera gagnsætt og hægt að sannreyna af öðrum,“ útskýrir Susi.

Nánar hér: University of Vienna professor Toma Susi: „Relying on impact factors to assess researchers is simply non-scientific“