Meðalnotkun á ári jókst um 3000 prósent

Fleiri rannsakendur á sviði öreindafræði (e. high-energy physics) fá stuðning til að gefa út í opnum aðgangi nú þegar Taylor & Francis hafa staðfest áframhaldandi þátttöku í átakinu SCOAP3 fyrir bækur. (SCOAP3 = Sponsoring Consortium for Open Access Publishing in Particle Physics).

Á síðasta ári fengu 19 bækur útgefandans Taylor & Francis á sviði öreindafræði í opnum aðgangi, mun meiri lestur og dreifingu en áður, þökk sé hópfjármögnun varðandi opinn aðgang. Taylor & Francis hafa staðfest að útgáfan muni halda áfram að vera hluti af SCOAP3 fyrir bækur.  Áætlunin færist nú af tilraunastigi yfir í markvissa stefnu um að gera nýjar rafbókaútgáfur aðgengilegar öllum.

TilraunaverkefniSCOAP3 fyrir bækur hefur sýnt fram á að opinn aðgangur  hjálpar höfundum til að auka fjölda lesenda og dreifingu bóka þeirra. Meðalársnotkun á 19 Taylor & Francis titlum í tilraunaverkefninu jókst um meira en 3.000% fyrir 2021 og 2022, samanborið við notkunina síðustu þrjú árin áður en aðgangur varð opinn. Opinn aðgangur gerði þessa titla einnig aðgengilega á svæðum þar sem fjárveitingar bókasafna eru takmarkaðar, sem leiddi aftur til fimmföldunar á meðalfjölda landa sem fá aðgang að efninu.

Nánar hér: More Particle Physics Researchers Supported to Publish OA as Taylor & Francis Confirms Continued Participation in SCOAP3 for Books.