Evrópsk miðstöð um demantaútgáfu – „diamond open access“

Þann 15. janúar 2025 var hleypt af stokkunum evrópskri miðstöð um sk. demantaútgáfu: European Diamond Capacity Hub (EDCH) í Madrid.

OPERAS, grunnstoð rannsóknarinnviða fyrir opin fræðileg samskipti í félagsvísindum og hugvísindum, mun sjá um fjármálahliðina. Demantaútgáfa er módel að fræðilegri útgáfu sem tekur engin gjöld af höfundum eða lesendum og þar sem efnistengdir þættir útgáfunnar eru í eigu fræðasamfélaga og stjórnað af þeim. EDCH mun styðja þetta módel með því að veita útgefendum og aðilum í tækniþjónustu nauðsynlega aðstoð.

Sjá nánar hér: European Diamond Capacity Hub Launched to Strengthen Diamond Open Access Publishing in Europe

 

Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang

Hollendingar eru iðulega í fararbroddi hvað varðar vangaveltur um opinn aðgang,

Í mars 2024 hittust um 50 manns frá ýmsum háskólum í Hollandi, öðrum stofnunum og löndum í sk. Open Science Retreat og lögðu saman krafta sína í vikulangt hugarflug um opinn aðgang. Í stuttu máli hafa menn ekki lengur trú á að sk. „transformative agreements“ skili því sem þau áttu að skila. Það líður að endurnýjun margra slíkra samninga í Hollandi og því tímabært að skoða árangurinn. Niðurstaðan varð sú að kalla eftir samstöðu um breytta nálgun varðandi opinn aðgang í Hollandi svo að upphaflegt markmið opins aðgangs sé haft í fyrirrúmi:

Call to Commitment: A future-proof approach to Open Access Publishing in the Netherlands

Lesa áfram „Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang“

Bresk hugveita hvetur til umbóta í fræðlegri útgáfu

Mynd: Adobe Firefly (AI)

Breska hugveitan UK Day One hvetur til umbóta í fræðilegri útgáfu svo að spara megi allt að 30 milljónir punda árlega. Þetta kemur fram í skýrslunni Reform Academic Publishing to Unblock Innovation, sem skrifuð er af   Sanjush Dalmia and Jonny Coates sem báðir tilheyra UK Day One.

Think tank urges academic publishing reform to ‘save £30m’

Skýrslan leggur til að rannsóknir og nýsköpun í Bretlandi hætti að styðja sk. open-access block-styrki  til háskóla, með þeim rökum að þeir kosti 40 milljónir punda á hverju ári og séu notaðir til að greiða birtingagjöld rannsóknagreina til fræðilegra útgefenda.

Skýrslan mælir einnig með að sett verði á laggirnar sk. Plan U   sem myndi fela í sér að allar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af skattgreiðendum verði birtar sem forprent (e. preprint) áður en þær eru sendar til fræðilegra tímarita.

Lesa nánar