Bresk hugveita hvetur til umbóta í fræðlegri útgáfu

Mynd: Adobe Firefly (AI)

Breska hugveitan UK Day One hvetur til umbóta í fræðilegri útgáfu svo að spara megi allt að 30 milljónir punda árlega. Þetta kemur fram í skýrslunni Reform Academic Publishing to Unblock Innovation, sem skrifuð er af   Sanjush Dalmia and Jonny Coates sem báðir tilheyra UK Day One.

Think tank urges academic publishing reform to ‘save £30m’

Skýrslan leggur til að rannsóknir og nýsköpun í Bretlandi hætti að styðja sk. open-access block-styrki  til háskóla, með þeim rökum að þeir kosti 40 milljónir punda á hverju ári og séu notaðir til að greiða birtingagjöld rannsóknagreina til fræðilegra útgefenda.

Skýrslan mælir einnig með að sett verði á laggirnar sk. Plan U   sem myndi fela í sér að allar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af skattgreiðendum verði birtar sem forprent (e. preprint) áður en þær eru sendar til fræðilegra tímarita.

Lesa nánar

Þýskaland og opinn aðgangur (OA)

Mynd: The States of Germany. Ljósmyndari: James Martin

Þýskaland hefur ekki samræmda stefnu um opinn aðgang á landsvísu, en OA menning er þar samt sem áður vel á veg komin. Mikið er um frumkvæði stofnana og samtaka sem sem styðja OA og þróun öflugra áætlana í þessum efnum.

Landið er leiðandi í alþjóðlegu samstarfi og samvinnu á milli stofnana. Nálgunin er í þá átt að nota tilmæli í stað tilskipana varðandi OA. Lesa áfram „Þýskaland og opinn aðgangur (OA)“

„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“

„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“ er haft eftir Dr. Toma Susi.

Dr. Toma Susi er dósent við háskólann í Vínarborg í Austurríki. Hann telur að 95% af rannsóknum sem hann hefur framkvæmt síðan hann lauk doktorsprófi árið 2011 hafi verið birtar í opnum aðgangi.

Hann hefur tileinkað sér aðferðir opinna vísinda (e. Open Science) eftir fremsta megni. Þegar Susi og rannsóknarhópur hans hafa borið fulla ábyrgð á fræðilegri grein, hafa þeir venjulega sett þau gagnasett sem notuð voru í varðveislusafn þar sem hægt er að nálgast gögnin og vitna í sérstaklega.

„Við erum alveg sannfærð um hugmyndafræðina á bak við opin vísindi – að allt sem tengist vísindarannsóknum og niðurstöðum þeirra ætti að vera gagnsætt og hægt að sannreyna af öðrum,“ útskýrir Susi.

Nánar hér: University of Vienna professor Toma Susi: „Relying on impact factors to assess researchers is simply non-scientific“