Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni

Spánn hyggst að gera umbætur á rannsóknamati sínu fyrir vísindamenn. Það er ANECA – La Agencia Nacional de Evaluación y Acreditación sem sett hefur fram nýjar tillögur.

Endurskoðun rannsóknamats á Spáni

Hingað til hefur einungis verið miðað við birtingu greina í tímaritum með háan áhrifastuðul þegar vísindamenn eru metnir með tilliti til starfsframa. Samkvæmt nýju tillögunum verða rannsakendur metnir á mun fjölbreyttari hátt og hvattir til að birta niðurstöður sínar í opnum aðgangi.
Lesa áfram „Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni“

Burt með birtingagjöldin

Styrkveitendur rannsókna sem eru aðilar að áætluninni Plan S hafa beðið  rannsóknageirann um endurhugsa núverandi módel varðandi opinn aðgang og birtingagjöld (e. APC – article processing charges) sem þeir segja að virki ekki.

Styrkveitendur krefjast tafarlauss opins aðgangs að rannsóknaafurðum sem þeir hafa stutt. Hópurinn tilkynnti þann 27. júní 2023 að stofnaður yrði vinnuhópur til að skoða önnur viðskiptamódel en ríkjandi APC gjöld.

APC eru gjöld fyrir hverja grein sem greidd eru til útgefenda fyrir opinn aðgang. Gjöldin eru venjulega greidd með fjármunum frá styrkveitendum eða rannsóknastofnun þannig að vísindamenn þurfa ekki beinlínis að hafa áhyggjur af kostnaðinum.

En það eru áhyggjur af vaxandi kostnaði meðal styrkveitenda, stofnana og þeirra sem móta stefnu um opinn aðgang. Í maí 2023 samþykkti Evrópuráðið þá afstöðu  að „aukinn kostnaður við … fræðilega útgáfu valdi ójöfnuði og sé að verða ósjálfbær“.

Nánar um þetta í greininni Alternatives to „dysfunctional“ open-access model sought.

Yfirlýsingar ráðherraráðs ESB og evrópskra stofnana

Ráð Evrópusambandsins (oft nefnt ráðherraráð ESB) hefur gefið út drög að niðurstöðum ráðsins varðandi hágæða, gagnsæja, opna, trausta og réttláta útgáfu fræðilegs efnis: Draft Council conclusions on high-quality, transparent, open, trustworthy and equitable scholarly publishing (4. maí 2023).

Í framhaldinu  hafa nokkrar evrópskar stofnanir sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu: Advancing a publicly owned and not-for-profit scholarly communication ecosystem based on the principles of open science (23. maí 2023).

Þetta eru eftirtaldar stofnanir: European University Association (EUA), Science Europe, Association of European Research Libraries (LIBER), European Federation of Academies of Sciences and Humanities (ALLEA), Association of ERC Grantees (AERG), Marie Curie Alumni Association (MCAA), European Council of Doctoral Candidates and Junior Researchers (Eurodoc), cOAlition S, OPERAS, and French National Research Agency (ANR).