Að uppfylla grænu leið opins aðgangs – handrit að grein í IRIS

Til þess að uppfylla grænu leið opins aðgangs er hægt að hlaða upp handriti að grein í Pure sem birtist í rannsóknaupplýsingakerfinu IRIS.

Smelltu hér fyrir leiðbeiningar.

Þú hefur tvo möguleika:

      • Preprint (forprent), sem er handrit að grein en það er sú útgáfa sem send hefur verið til útgefanda en er enn óritrýnt og ekki tilbúið til birtingar í áskriftartímariti.
      • Postprint / accepted manuscript, sem er lokagerð handrits höfundar; handrit sem búið er að ritrýna, höfundar búnir að yfirfara og senda aftur til útgefanda til birtingar í áskriftartímariti.

Útgefendur leyfa oftast birtingu á greinum eins og þessum, preprint og postprint, þó svo að greinin birtist í lokuðu áskriftartímariti.

Ef um preprint er að ræða er oftast leyfilegt að birta handritið án birtingartafar (e. embargo). Vinsamlegast kynnið ykkur hvernig best er að haga birtingu preprint með því að skoða sérstaka vefþjóna sem sjá um slíkar handritsbirtingar (e. preprint server).

Ef um postprint er að ræða þarf að huga að birtingartöfum sem útgefandi hugsanlega setur. Hægt er að fletta upp útgáfustefnum tímarita á vefnum SherpaRomeo.

Til að hlaða upp postprint í Pure er í raun fylgt i einu öllu leiðbeiningum á skráningu efnis (sjá: Sjálfvirkur innflutningur eða Skrá efni). Það þarf hins vegar að hlaða upp viðkomandi skjölum handvirkt. Notað er sniðmát fyrir grein og skjalinu hlaðið  upp undir Rafræn útgáfa.