Að uppfylla grænu leið opins aðgangs – handrit að grein í IRIS

Til þess að uppfylla grænu leið opins aðgangs er hægt að hlaða upp handriti að grein í Pure sem birtist í rannsóknaupplýsingakerfinu IRIS.

Smelltu hér fyrir leiðbeiningar.

Þú hefur tvo möguleika:

      • Preprint (forprent), sem er handrit að grein en það er sú útgáfa sem send hefur verið til útgefanda en er enn óritrýnt og ekki tilbúið til birtingar í áskriftartímariti.
      • Postprint / accepted manuscript, sem er lokagerð handrits höfundar; handrit sem búið er að ritrýna, höfundar búnir að yfirfara og senda aftur til útgefanda til birtingar í áskriftartímariti.

Lesa áfram „Að uppfylla grænu leið opins aðgangs – handrit að grein í IRIS“

Lýðheilsa og opinn aðgangur: Þarf ekki að skipta um gír?

Apabóluvírus

Síðastliðin sjö ár hefur vísinda- og tæknisamfélagið fjórum sinnum gefið út yfirlýsingu þar sem skorað er á útgefendur vísindatímarita að gefa út rannsóknir tengdar tilteknum sjúkdómum í opnum aðgangi. Árið 2016 var það Zika,  2018 ebóla, árið 2020 COVID-19 og nú, árið 2022, eru það rannsóknir tengdar apabólu (monkeypox).

Það er alveg ljóst að tafarlaus opinn aðgangur að rannsóknum án getur flýtt fyrir viðbrögðum á alþjóðavísu hvað varðar lýðheilsu. Hingað til hafa útgefendur brugðist jákvætt við þessum beiðnum og gert viðeigandi rannsóknir aðgengilegar ókeypis. Til dæmis hafa Elsevier og Springer Nature  sett um 200 þúsund greinar tengdar COVID inn á PubMed Central. Og það virðist líklegt að þeir, og margir aðrir útgefendur, muni nú bregðast við með því að gera apabólurannsóknir aðgengilegar. Lesa áfram „Lýðheilsa og opinn aðgangur: Þarf ekki að skipta um gír?“