N8 háskólarnir á Englandi og varðveisla réttinda

„N8“ stendur fyrir samstarf átta mikilvægra rannsóknaháskóla á Norður-Englandi, þ.e. háskólanna í Durham, Lancaster, Leeds, Liverpool, Manchester, Newcastle, Sheffield og York.

Þessir háskólar hafa gert með sér mikilvægt samkomulag um varðveislu höfundaréttinda sinna rannsakenda þegar rannsóknaafurðir þeirra eru birtar.

Háskólarnir hafa gefið út yfirlýsingu þar sem hægt er að kynna sér hvernig þeir vilja standa að varðveislu höfundaréttinda: How does rights retention work?

Nánar um yfirlýsinguna.

Til að gera langa sögu stutta, þá mælir N8 yfirlýsingin eindregið með því að vísindamenn flytji ekki sjálfkrafa hugverkaréttindi sín til útgefenda og noti yfirlýsinguna um varðveislu réttinda að staðaldri í samskiptum við útgefendur.