Hollendingar og demantaleiðin

Í Hollandi er hafið verkefnið „Enhancing Diamond Open Access in the Netherlands“ til að efla og styrkja fræðilega útgáfu á vegum bókasafna og annarra, sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Þetta verkefni er í samræmi við skýrsluna „Versterking ondersteuning van diamant open access in Nederland“ á vegum hollensku háskólanna (UNL).

Þessi ráðstöfun er í takt við markmiðin sem sett eru fram í metnaðarfullri áætlun National Plan Open Science 2030, þar sem áhersla er lögð á fjárfestingar í opnum innviðum til að hlúa að vistkerfi fræðilegra samskipta.

Erasmus háskólinn í Rotterdam leiðir verkefnið í samvinnu við UKB* og UNL og er markmiðið að  styrkja demantaleiðina (Diamond Open Access -DOA) með samþættri nálgun, þar á meðal að koma á fót innlendri miðstöð sérfræðinga, efla getu á vettvangi DOA útgáfu og innleiða mælingar á henni.

*UKB er samstarfsvettvangur hollenskra háskólabókasafna og The Royal Library of the Netherlands.