Bresk fræðafélög og útgáfa. Ný rannsókn

You don’t know what you’ve got till it’s gone: The changing landscape of UK learned society publishing

Ný rannsókn (preprint) á langsniðsgögnum frá 2015 – 2023 varðandi útgáfu 277 breskra fræðafélöga sýnir að útgáfulandslagið hefur breyst til muna.

Þar er bent á mikla fækkun félaga sem gefa út sjálf og sífellt flóknara landslag útgáfu og útvistunar henni tengdri. Samstarf við háskólaútgáfur hefur aukist og  einnig samstarf við aðrar óhagnaðardrifnar stofnanir. Öll nema stærstu bresku fræðafélögin hafa séð tekjur sínar af útgáfu minnka að raungildi síðan 2015.
Almennt séð sjá útgefendur breskra fræðafélaga fram á dvínandi áhrif þar sem markaðsaðstæður styðja frekar útgáfulíkön sem beinast að magni frekar en gæðum.

Fækkun óháðra útgefenda innan fræðafélaga er í raun óviljandi afleiðing umskiptanna yfir í opinn aðgang, en þróun í átt að aukinni útvistun gæti verið byggð á gölluðum forsendum.

Ef fjárhagsgögn fyrir hluta þessara fræðafélaga (21 talsins) eru greind, bendir allt til þess að fræðafélög sem gefa út sjálf hafi náð að viðhalda útgáfutekjum sínum á meðan félög sem gefið hafa út í samstarfi eða útvistað útgáfu hafa séð verulegan samdrátt.

Niðurstöður þessarar rannsóknar gefur til kynna að þau fræðafélög sem hafa burði og vilja til að gefa út tímarit á eigin vegum ættu að halda því áfram eða jafnvel endurheimta sjálfstæði sitt.

Johnson, R., & Malcolmson, E. (2024). You don’t know what you’ve got till it’s gone: The changing landscape of UK learned society publishing. Zenodo. https://doi.org/10.5281/zenodo.10933141