Staða gagnavarðveislusafna í heiminum sem skráð eru í OpenDOAR

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar sem gerð var til að varpa ljósi á núverandi stöðu gagnavarðveislusafna sem skráð eru í OpenDOAR – Directory of Open Access Repositories.

Þróuð lönd eins og Bretland og Bandaríkin taka fyrst og fremst þátt í þróun varðveislusafna stofnana í opnum aðgangi sem innihalda mikilvæga þætti OpenDOAR. Mest notaði hugbúnaðurinn er Dspace. Flest varðveislusöfnin eru OAI-PMH samhæfð en fylgja ekki reglum um opinn aðgang.

Meira um niðurstöður rannsóknarinnar hér:
Global status of dataset repositoies at a glance: study based on OpenDOAR

Heimild: Sofi, I.A.Bhat, A. and Gulzar, R. (2024), „Global status of dataset repositories at a glance: study based on OpenDOAR“, Digital Library Perspectives, Vol. ahead-of-print No. ahead-of-print. https://doi.org/10.1108/DLP-11-2023-0094