Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum

Það er forvitnilegt að kynna sér hvað önnur Evrópulönd eru að gera varðandi opinn aðgang að fræðilegu efni. Í nýlegri grein er fjallað um stefnu Breta varðandi opinn aðgang að fræðilegum bókum sem styrktar eru af UKRI – UK Research and Innovation funding council.

UKRI kynnti nýjustu stefnu sína um opinn aðgang 6. ágúst 2021. Stefnan tekur til allra rannsókna sem ráðið styrkir og er stórt skref í átt til opins aðgang innan fræðasamfélagsins. Frá 1. janúar 2024 eiga öll fræðirit að vera gefin út í opnum aðgangi þó að eins árs birtingatöf sé leyfð.

Margir vísindamenn og stofnanir hafa tjáð sig í framhaldinu og varpað fram ýmsum spurningum. Þó menn séu í aðalatriðum sammála opinni bókaútgáfu vekur þetta sumum ugg, sem telja að innviðir, vinnuflæði og viðskiptamódel séu ekki í stakk búin til að verða við þessum breytingum svo fljótt.

Greinin Open Access Monographs: Myths, Truths and Implications in the Wake of UKRI Open Access policy eftir Judith Fathallah, kannar nokkrar þessara spurninga og kynnir þau líkön og kerfi sem nú eru í notkun og þróun. Sér í lagi COPIM verkefnið  (Community-Led Open Access Infrastructures for Monograph) sem styrkt er af UKRI.