Ábendingar til íslenskra háskóla

Fyrir stuttu birtist pistill hér á síðunni um Edinborgarháskóla og háskólann í Cambridge og nálgun þeirra varðandi opinn aðgang sem væri vissulega forvitnilegt fyrir íslenska háskóla að skoða.

Nú hefur cOAlition S tekið þetta skrefi lengra og rætt við Niamh Tumelty, yfirmann Open Research Services við University of Cambridge. Viðtalið má sjá í greininni:  How to make it right: a Rights Retention Pilot by the University of Cambridge ahead of shaping a full institutional policy.

Í lok viðtalsins var Niamh  spurður um þrjú helstu ráðin fyrir aðra háskóla sem hyggjast taka upp svipaða stefnu um opinn aðgang: Svör hans voru á þessa leið:

      • Taka þarf tillit til sjónarmiða mismunandi fræðigreina allt frá byrjun. Gæta þarf þess að sjónarmið hugvísanda séu tekin með.
      • Reyna að svara öllum spurningum rannsakenda skýrt og heiðarlega og vera opinn um þá staðreynd að þetta er lærdómsferli á meðan byggt er á reynslu þeirra sem farið hafa á undan. Það er vitað að það verða áskoranir en þetta eykur trúverðugleika.
      • Nálgunin Rights retention policy, er ekki ný og henni þarf að treysta.  Vísindamenn hafa haldið réttindum sínum á þennan hátt í meira en áratug og sífellt fleiri stofnanir eru að taka þetta upp. Rannsakendur eru í sterkari stöðu en þeir gera sér grein fyrir. Ef útgefendur vilja halda áfram að fá ókeypis efni frá rannsakendum, verða þeir að þróa útgáfuleiðir sem mæta þörfum fræðasamfélaganna.