Kanada: Kennslubækur og námsgögn í opnum aðgangi

Kennslubækur í opnum aðgangi – British Columbia, Kanada

Eitt af því sem blómstrað hefur undanfarin ár, er útgáfa kennslubóka í opnum aðgangi í ýmsum löndum. Það hefur sparað nemendum ómældar fjárhæðir og veitt háskólum möguleika á sveigjanlegu efni sem má aðlaga, þar sem vel skilgreind notkunarleyfi auðvelda málin.

Lesa áfram „Kanada: Kennslubækur og námsgögn í opnum aðgangi“

Ritrýndar fræðibækur og kennslubækur í opnum aðgangi

DOAB (Directory of Open Access Books) heldur skrá yfir um 50.000 ritrýndar rafbækur sem gefnar eru út í opnum aðgangi.


Útgefendur eru margir, gjarnan háskólaútgáfur s.s. Cambridge University Press (223), Bristol University Press (48), Oxford University Press (244), Edinburgh University Press (78) o.fl. Efni og fræðasvið eru mýmörg. Til gamans má nefna 2 bækur sem tengjast Íslandi: Down to Earth (2020) eftir Gísla Pálsson og Útrásarvíkingar (2020) eftir Alaric Hall.

Loks má nefna að vísað er í 125 bækur í opnum aðgangi sem varða Climate change.

Open Textbook Library veitir aðgang að yfir 1150 kennslubókum á háskólastigi í opnum aðgangi. Efnissviðin eru mörg og innihalda m.a. tölvunarfræði, viðskiptafræði, heilbrigðisvísindi, kennslufræði, hugvísindi (t.d. tungumál)  og margt fleira. Open Education Network (OEN) er driffjöðrin á bak við útgáfuna.

 

Á annað hundrað bækur eru í opnum aðgangi á vef MIT Press vegna átaksins Direct to Open (D2O). 240 erlend bókasöfn styðja þetta átak og vegna þeirra eru nú á annað hundrað fræðirita aðgengileg í opnum aðgangi. Þar má meðal annars finna bókina Open Knowledge Institutions: Reinventing Universities (2021) eftir Lucy Montgomery, John Hartley, Cameron Neylon, Malcolm Gillies og Eve Gray.

Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum

Það er forvitnilegt að kynna sér hvað önnur Evrópulönd eru að gera varðandi opinn aðgang að fræðilegu efni. Í nýlegri grein er fjallað um stefnu Breta varðandi opinn aðgang að fræðilegum bókum sem styrktar eru af UKRI – UK Research and Innovation funding council.

UKRI kynnti nýjustu stefnu sína um opinn aðgang 6. ágúst 2021. Stefnan tekur til allra rannsókna sem ráðið styrkir og er stórt skref í átt til opins aðgang innan fræðasamfélagsins. Frá 1. janúar 2024 eiga öll fræðirit að vera gefin út í opnum aðgangi þó að eins árs birtingatöf sé leyfð. Lesa áfram „Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum“