Breytt rannsóknaumhverfi, vísindamenn og sérfræðingar

Þegar breyta á rannsóknaumhverfinu og skipta yfir í opna rannsóknamenningu krefst það nýrra leiða við skipulagningu, framkvæmd og miðlun rannsókna.

Þetta er ekki einfalt verkefni og rannsakendur geta ekki breytt því einir og sér. Öflugur stofnanastuðningur er nauðsynlegur sem og framlag sérfræðinga með færni, reynslu og þekkingu á þessu sviði.

Í þessum hópi sérfræðinga eru m.a. rannsóknarstjórar, upplýsingafræðingar, sérfræðingar á rannsóknarstofum og sérfræðingar á sviði upplýsingatækni og hugbúnaða, fjármála- og lögfræði.

Til að hægt sé að breyta rannsóknaumhverfinu er nauðsynlegt að til staðar sé skilvirkt samstarf milli vísindamanna og sérfræðinga. Þegar vel tekst til, stuðlar slíkt samstarf að sameiginlegum skilningi á opnum rannsóknum og auðveldar góðar rannsóknarvenjur.

UKRN (UK Reproducibility Network) og Jisc stóðu fyrir vinnustofu 23. febrúar 2024 um hlutverk sérfræðinga á þessu sviði og ræddu ýmsar áskoranir og hindranir sem staðið geta í vegi fyrir farsælu samstarfi vísindamanna og sérfræðinga.

   • Skortur á sameiginlegum og víðum skilningi á opnum rannsóknum
   • Áhersla á að fara eftir fyrirmælum frekar en að horfa á tækifæri til opinna rannsókna
   • Skortur á viðurkenningu fyrir framlag sérfræðinga í rannsóknum
   • Óljósar væntingar um hvernig rannsóknir gætu eða ættu að vera opnari
   • Einangrun fagfólks

Það er því afar gagnlegt að skoða raunveruleg dæmi frá ýmsum háskólum í Bretlandi; hvernig staðið hefur verið að breytingum og hverju sérfræðingar hafa geta áorkað í þeim efnum: UKRN case studies.

Nánar um þetta í bloggpósti 24. apríl 2024 frá Jisc: Open and transparent research is vital, but not easy – and it is reliant on research professionals eftir Tamsin Burland og Neil Jacobs.