„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“

„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“ er haft eftir Dr. Toma Susi.

Dr. Toma Susi er dósent við háskólann í Vínarborg í Austurríki. Hann telur að 95% af rannsóknum sem hann hefur framkvæmt síðan hann lauk doktorsprófi árið 2011 hafi verið birtar í opnum aðgangi.

Hann hefur tileinkað sér aðferðir opinna vísinda (e. Open Science) eftir fremsta megni. Þegar Susi og rannsóknarhópur hans hafa borið fulla ábyrgð á fræðilegri grein, hafa þeir venjulega sett þau gagnasett sem notuð voru í varðveislusafn þar sem hægt er að nálgast gögnin og vitna í sérstaklega.

„Við erum alveg sannfærð um hugmyndafræðina á bak við opin vísindi – að allt sem tengist vísindarannsóknum og niðurstöðum þeirra ætti að vera gagnsætt og hægt að sannreyna af öðrum,“ útskýrir Susi.

Nánar hér: University of Vienna professor Toma Susi: „Relying on impact factors to assess researchers is simply non-scientific“