Hrópandi vandamál varðandi vísindarannsóknir

Úr greininni The gaping problem at the heart of scientific research.

Búið er að sanna hvers virði opinn aðgangur er. Ávinningurinn er augljós.

Vísindastofnanir frá þjóðum eins og Bretlandi, Ástralíu, Ítalíu, Bandaríkjunum og Brasilíu kölluðu eftir því að útgefendur gerðu kórónaveirurannsóknir tafarlaust aðgengilegar í opnum aðgangi og þeir gerðu það flestir.

En einmitt það að þurfa að kalla eftir því að rannsóknir verði aðgengilegar í miðju neyðarástandi á heimsvísu sýnir hversu meingallað núverandi útgáfukerfi er. Það að gera rannsóknir strax aðgengilegar ókeypis ásamt notkun á opnu útgáfuleyfi, er þekkt sem „opinn aðgangur’ og er sannarlega „heitt“ umræðuefni í vísindum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnanir vita hversu mikilvægar opnar rannsóknir eru, sérstaklega á neyðartímum. Þess vegna hafa þeir ítrekað kallað eftir því að rannsóknir verði opnar. Afleiðingar skorts á aðgangi að rannsóknum geta verið skelfilegar.

Árið 2015 hélt hópur afrískra vísindamanna því fram að hægt hefði verið að koma í veg fyrir fyrri ebólufaraldur ef rannsóknir á því hefðu verið birtar opinberlega. Og nú í upphafi árs 2023, virðast kostir opins aðgangs hafinn yfir allan vafa.

Næsta neyðarástand sem blasir við okkur, loftslagsbreytingar, er miklu flóknara mál og þar er líka kallað eftir opnum aðgangi. Alvöru fjárfesting í margvíslegum aðferðum er nauðsynleg til að tryggja fjölbreytta, sanngjarna, opinn framtíðaraðgang.

Sjá nánar hér: The gaping problem at the heart of scientific research.