Open Knowledge Maps

Open Knowledge Maps er ein stærsta sjónræna leitarvélin (e. visual search engine) á sviði vísinda. Að baki liggja gagnasöfnin PubMed og BASE (Bielefeld Academic Search Engine). Hér fyrir neðan má sjá mynd af leitinni open access AND impact en þar sýnir leitarvélin þær 100 greinar sem hún metur að tengist best efninu. Forvitnir geta lesið nánar um hvar og hvernig er leitað. Greinar í opnum aðgangi eru sérstaklega merktar.

Open Knowledge Maps
Open Knowledge Maps – Open access AND impact.

Skoðið niðurstöður leitarinnar.

Tölur um birtingar íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi

Það er fróðlegt að skoða tölulegar upplýsingar úr gagnasafninu Scopus sem varðar tímaritsgreinar íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi. Upplýsingarnar hér fyrir neðan miðast við 30. nóvember 2021, tímaritsgreinar í ritrýndum tímaritum og nægir að höfundur sé tengdur íslenskri stofnun hvort sem hann er fyrsti höfundur eða meðhöfundur.

    • Íslenskir rannsakendur koma við sögu í um 21.600 tímaritsgreinum og nær sú elsta til ársins 1931. Af þessum fjölda eru um 9600 greinar í opnum aðgangi (allar birtingarleiðir; gullna leiðin o.s.frv.). Þarna eru bæði fyrstu höfundar og meðhöfundar – allt talið.

Nánar á síðunni Tölur: Ísland og OA upplýsingar úr Scopus