Barcelona-yfirlýsingin og opnar rannsóknaupplýsingar

Yfir 40 stofnanir hafa skuldbundið sig til að efla gagnsæi um miðlun upplýsinga um rannsóknaraðferðir sínar og afrakstur þeirra.

Barcelona-yfirlýsingin svokallaða, sem gefin var út 16. apríl 2024, kallar eftir að opnar rannsóknarupplýsingar eða lýsigögn (e. metadata) sé almenna reglan. Þeir sem hafa undirritað yfirlýsinguna eru m.a. fjármögnunaraðilar og æðri menntastofnanir og má þar nefna Gates Foundation og Coimbra Group sem er fulltrúi 40 evrópskra háskóla.

Sjá nánar: Barcelona Declaration Pushes for Open Default to Research Information