Er hægt að komast hjá birtingagjöldum fyrir vísindagreinar?

Er hægt að finna viðskiptamódel og fyrirkomulag varðandi útgáfu vísindagreina sem ekki styðst við APC gjöld (e. article processing charges)? Fyrirkomulag sem miðar að jöfnuði varðandi þekkingarmiðlun til hagsbóta bæði fyrr vísindi og samfélag?

Síðan í september 2023 hefur cOAlition S, í samstarfi við Jisc og PLOS skoðað þessi mál með vinnuhópi fjölmargra hagsmunaaðila, s.s. upplýsingafræðingum, fjármögnunaraðilum og útgefendum. Meginmarkmið hópsins er að kanna viðskiptamódel sem byggir ekki á útgáfu greina með APC módelinu. Slíkt módel er ósanngjarnt gagnvart höfundum og kemur í veg fyrir stuðning við önnur nýrri og sanngjarnari módel.

Komið hefur í ljós að það er engin einföld leið að þessu markmiði.  Nánar um þetta í frétt frá Plan S: Beyond article-based charges working group: an update on progress.