Vilja rannsakendur að útgefendur eigni sér allan höfundarétt og leyfi þegar birt er  í opnum aðgangi?

Upptaka af vefnámskeið (webinar) frá 16. nóvember 2023 á vegum Open Access 2020: Beware of license to publish agreements: Or ensuring authors retain rights to their openly published work.

Eitt af lykilatriðum sem fram komu  á 16. Berlínarráðstefnunni um opinn aðgang  sem haldin var 6. – 7. júní 2023, var að höfundar haldi réttindum sínum og hafi val þegar þeir birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi.

„We strongly support retention of copyright and all rights therein by authors. Open access agreements with publishers should stipulate that authors only grant “limited” or “non-exclusive” licenses to publishers, and liberal Creative Commons (CC) licenses (e.g., CC BY) should be applied as the default choice. (…) author “license to publish” agreements should not limit the author’s rights in any way.“

Ósjaldan eru höfundar afvegaleiddir með orðalaginu í „License to publish“ samningum útgefenda, þar sem þeir óafvitandi veita útgefendum höfundarrétt og allt sem honum fylgir sem er mjög andstætt markmiðum útgáfu í  opnum aðgangi  og birtingaleyfum sem við hana styðja.

Á vefnámskeiðinu ræddu Arjan Schalken frá UKB (Hollandi) og Rich Schneider frá Kaliforníuháskóla í San Francisco (Bandaríkjunum) um vandamál varðandi núverandi útgáfusamninga og aðferðir til að koma í veg fyrir að misnotkun útgefenda á CC leyfum þannig að tryggja megi að höfundar haldi öllum sínum réttindum og geti sjálfir ákveðið hvernig verk þeirra eru nýtt og hvernig þeim skal dreift .

Slæður af námskeiðinu eru aðgengilegar hér:
https://oa2020.org/2023/11/20/beware-of-license-to-publish-agreements-or-ensuring-authors-retain-rights-to-their-openly-published-work/

 

Viðtal: Opin vísindi og opinn aðgangur í Svíþjóð

Vert er að benda á athyglisvert viðtal frá 11. september 2023 við Wilhelm Widmark, forstöðumann bókasafns háskólans í Stokkhólmi og framkvæmdastjóri EOSC (European Open Science Cloud). Í viðtalinu er fjallað um stöðu opinna vísinda og opins aðgangs í Svíþjóð og nálgun Svía gagnvart því markmiði að ná 100% opnum aðgangi. Wilhelm fjallar um mikilvægi þess að ákvarðanataka sé á „hærra stigi“, þ.e. stjórnir háskóla og rektorar hafa komið að stefnumótun um opin aðgang.

Wilhelm deilir einnig reynslu sinni af „transformative agreements“, lýsir þeim aðferðum sem hópur um stefnumótun sem kallast „Beyond Transformative Agreement“ skoðar. Hann leggur áherslu á að það sé valkostur að ganga burt frá samningaborðinu ef samningar nást ekki en það kerfst víðtækra samskipta og mikils stuðnings frá fræðasamfélaginu.

Viðtalið hér.

Ætlar þú að birta í tímariti frá Karger?

Ef þú hyggur á birtingu greinar í einu af tímaritum Karger, er vert að vekja athygli á sérstökum landssamningi við útgefandann sem gildir út árið 2023. (ATH: Uppfært – Samningurinn hefur verið framlengdur út árið 2024).

Samningurinn felur í sér að árið 2023 (og 2024 uppfært)  geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM)  að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.

Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).

Lesa nánar.