Ætlar þú að birta í tímariti frá Karger?

Ef þú hyggur á birtingu greinar í einu af tímaritum Karger, er vert að vekja athygli á sérstökum landssamningi við útgefandann sem gildir út árið 2023.

Samningurinn felur í sér að árið 2023 geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM)  að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.

Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).

Lesa nánar. 

Mat á rannsóknum: Samningur um endurbætur í höfn

Búið er að ljúka gerð samnings um endurbætur á rannsóknarmati en ferlið við þá vinnu hófst í janúar 2022. Þann 8. júlí sl. var síðan haldinn fundur hagsmunaaðila þar sem saman komu yfir 350 stofnanir frá rúmlega 40 löndum sem lýst höfðu áhuga á að taka þátt í ferlinu. Sjá lista. Háskóli Íslands er enn sem komið er eina íslenska stofnunin sem getið er um.

Þann 20. júlí 2022 sl. var lokaútgáfa samningsins kynnt og þar koma „opin vísindi“ vissulega við sögu.
Lesa áfram „Mat á rannsóknum: Samningur um endurbætur í höfn“

Háskóli Íslands og Landsbókasafn efla opin vísindi

Nýr og endurskoðaður samstarfssamningur var undirritaður á milli Háskóla Íslands og Landbókasafns-Háskólabókasafns fyrir skömmu, sem varðaði m.a. opin vísindi og opinn aðgang:

„Meðal áhersluatriða er að efla samstarf samningsaðila, vinna að markmiðum stjórnvalda um opinn aðgang að rannsóknaritum og rannsóknagögnum og að safnið komi á fót rannsóknaþjónustu fyrir háskólasamfélagið, m.a. til að miðla upplýsingum um opin vísindi og auðvelda birtingar í opnum aðgangi. Þá er áhersla á að efla upplýsingalæsi meðal nemenda og bæta aðgengi að rafrænum safnkosti m.a. í kennslukerfi skólans.“

Nánar hér og hér.