Lokayfirlýsing 16. Berlínarráðstefnunnar 2023

Sextánda Berlínarráðstefnan um opinn aðgang var haldin í Berlín 6. – 7. júní 2023.

Þátttakendur komu frá 38 löndum og sex heimsálfum. Þar á meðal voru vísinda- og fræðimenn, ráðherrar menntamála og rannsókna, styrkveitendur, leiðtogar háskóla og rannsóknastofnana og fulltrúar bókasafna og bókasafnasamlaga.

Í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar kom eftirfarandi fram:

      • Umskiptin yfir í opinn aðgang á heimsvísu verða að gerast hraðar.
      • Ójöfnuður er ósamrýmanlegur fræðilegri útgáfu.
      • Akademísk sjálfstjórn er nauðsynleg í fræðilegri útgáfu.
      • Virkja þarf að fullu val höfunda og réttindi þeirra.

Ennfremur segir í yfirlýsingunni:
Útgefendur geta endurheimt traust okkar á skuldbindingu þeirra varðandi heilindi í fræðilegum samskiptum með því að vinna með öllum meðlimum alþjóðlegs rannsóknarsamfélags til að koma á fullkomnum og tafarlausum opnum aðgangi í samræmi við atriðin hér að ofan.