Vilja rannsakendur að útgefendur eigni sér allan höfundarétt og leyfi þegar birt er  í opnum aðgangi?

Upptaka af vefnámskeið (webinar) frá 16. nóvember 2023 á vegum Open Access 2020: Beware of license to publish agreements: Or ensuring authors retain rights to their openly published work.

Eitt af lykilatriðum sem fram komu  á 16. Berlínarráðstefnunni um opinn aðgang  sem haldin var 6. – 7. júní 2023, var að höfundar haldi réttindum sínum og hafi val þegar þeir birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi.

„We strongly support retention of copyright and all rights therein by authors. Open access agreements with publishers should stipulate that authors only grant “limited” or “non-exclusive” licenses to publishers, and liberal Creative Commons (CC) licenses (e.g., CC BY) should be applied as the default choice. (…) author “license to publish” agreements should not limit the author’s rights in any way.“

Ósjaldan eru höfundar afvegaleiddir með orðalaginu í „License to publish“ samningum útgefenda, þar sem þeir óafvitandi veita útgefendum höfundarrétt og allt sem honum fylgir sem er mjög andstætt markmiðum útgáfu í  opnum aðgangi  og birtingaleyfum sem við hana styðja.

Á vefnámskeiðinu ræddu Arjan Schalken frá UKB (Hollandi) og Rich Schneider frá Kaliforníuháskóla í San Francisco (Bandaríkjunum) um vandamál varðandi núverandi útgáfusamninga og aðferðir til að koma í veg fyrir að misnotkun útgefenda á CC leyfum þannig að tryggja megi að höfundar haldi öllum sínum réttindum og geti sjálfir ákveðið hvernig verk þeirra eru nýtt og hvernig þeim skal dreift .

Slæður af námskeiðinu eru aðgengilegar hér:
https://oa2020.org/2023/11/20/beware-of-license-to-publish-agreements-or-ensuring-authors-retain-rights-to-their-openly-published-work/