Open Science Festival 31. ágúst 2023 – Rotterdam, Hollandi

Hollendingar hafa gert marga góða hluti varðandi opin vísindi/opinn aðgang undanfarin ár og það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeim.

Þann 31. ágúst 2023 var haldið sk. Open Science Festival í Rotterdam sem nú er orðinn árviss viðburður. Hægt er að sjá og heyra upptöku frá opnun viðburðarins „Plenary Opening“ og  „Open Science Together and Plenary Closing“.

Við opnunina var m.a.  spurt „What are your main drivers to be involved in open science?“ Gestir svöruðu þessu á netinu. Hér má sjá dæmi um nokkur svör: Lesa áfram „Open Science Festival 31. ágúst 2023 – Rotterdam, Hollandi“

Yfirlýsingar ráðherraráðs ESB og evrópskra stofnana

Ráð Evrópusambandsins (oft nefnt ráðherraráð ESB) hefur gefið út drög að niðurstöðum ráðsins varðandi hágæða, gagnsæja, opna, trausta og réttláta útgáfu fræðilegs efnis: Draft Council conclusions on high-quality, transparent, open, trustworthy and equitable scholarly publishing (4. maí 2023).

Í framhaldinu  hafa nokkrar evrópskar stofnanir sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu: Advancing a publicly owned and not-for-profit scholarly communication ecosystem based on the principles of open science (23. maí 2023).

Þetta eru eftirtaldar stofnanir: European University Association (EUA), Science Europe, Association of European Research Libraries (LIBER), European Federation of Academies of Sciences and Humanities (ALLEA), Association of ERC Grantees (AERG), Marie Curie Alumni Association (MCAA), European Council of Doctoral Candidates and Junior Researchers (Eurodoc), cOAlition S, OPERAS, and French National Research Agency (ANR).

Handbók um opin vísindi frá Hollandi

Samtök hollenskra háskólabókasafna ásamt Þjóðbókasafni Hollands (UKB), háskólar Hollands (UNL), Hollenska þekkingarmiðstöðin og varðveislusafn fyrir rannsóknir (DANS) og hollenska rannsóknarráðið (NWO), hafa gefið út hagnýtan leiðarvísi um opin vísindi sérstaklega ætlaðan ungum rannsakendum: Open Science: A Practical Guide for Early-Career Researchers.

Lesa áfram „Handbók um opin vísindi frá Hollandi“