Bill og Melinda Gates Foundation: Breytt stefna

Sjóðurinn Bill & Melinda Gates Foundation kynnti á dögunum nýja stefnu sína varðandi opinn aðgang. Stefnan byggir á þremur lykilatriðum:

      • Hætt verður að greiða APC gjöld (Article Processing Charges) við birtingu tímaritsgreina
      • Styrkþegum sjóðsins ber skylda til að birta vinnu sína sem forprent (preprints)
      • Sjóðurinn skuldbindur sig til að styðja opna vísindainnviði

Þessari stefnubreytingu er fagnað og hún endurspeglar vaxandi samstöðu innan fræðasamfélagsins.

Nánar hér: The Open Access rising tide: Gates Foundation ends support to Article Processing Charges.