Opin vísindi og vegferð Svía

 Svíar eru allnokkrum árum á undan Íslendingum hvað varðar stefnumörkun um opin vísindi og þó að þeirra vegferð sé hvorki hindrunar- né gallalaus, er fróðlegt fyrir Íslendinga að kynna sér þeirra stöðu.

Í greininniAn Open Science Roadmap for Swedish Higher Education Institutions“  eftir Sabina Anderberg (Háskólanum í Stokkhólmi) er farið yfir stöðu Svía í dag og hvert þeir vilja stefna. Einnig kemur skýrt fram hvar skórinn kreppir og hvað þurfi að gera til að styrkja þeirra vegferð.

Lesa áfram „Opin vísindi og vegferð Svía“

Opin vísindi – varðveislusafn fyrir vísindagreinar

Ein leið til útgáfu í opnum aðgangi er birting með grænu leiðinni (e. green open access). Handrit að grein er birt og gert aðgengilegt í  varðveislusafni eins og Opnum vísindum, samhliða birtingu annars staðar. Höfundur sendir varðveislusafninu ýmist óritrýnt handrit (Pre-print) eða ritrýnt lokahandrit (Post-print/Accepted manuscript) sem tilbúið er til birtingar. Einstaka sinnum er hægt að birta endanlega útgáfu ef tímaritið er opið. Greinin er síðan gefin út í áskriftartímariti en er jafnframt aðgengileg í opnum aðgangi í varðveislusafninu. Stundum er birtingartöf á efni sé þessi leið farinn, en það er mismunandi eftir útgefendum (sjá nánar um birtingatafir)

Upplýsingar um útgáfustefnu einstakra tímarita, birtingartöf og hvaða útgáfu greina má vista í varðveislusöfnum er hægt að nálgast hjá SherpaRomeo

Við hvetjum alla fræðimenn til að senda leyfilegar útgáfur greina sinna í Opin vísindi. Hér eru leiðbeiningar um skil í Opin vísindi