Opin vísindi sem námskeið á háskólastigi?

Dr. Heidi Seibold
Dr. Heidi Seibold

„Opin vísindi eru einfaldlega góð vísindi á stafrænum tímum“. Þetta er tilvitnun í  Dr. Heidi Seibold sem starfar á eigin vegum við að leiðbeina rannsakendum sem vilja gera rannsóknarniðurstöður sínar opnar og aðgengilegar. Hún leggur áherslu á að ef ætlunin sé að ala upp góða vísindamenn, þurfi að koma opnum vísindum inn í kennsluskrá háskóla.

Dr. Heidi tók nýlega þátt í Open Science Retreat, 3. – 7. apríl 2023, þar sem hún var einn höfunda námskeiðs sem spannar eina önn og hugsað er fyrir nemendur sem eru allt frá því að vera langt komnir í grunnnámi háskóla til nýdoktora.

Hugmyndin er sú að námskeiðið spanni 12 vikur með 2×90 mín. kennslustundir á viku. Lýsing á námskeiðinu hér.

Námskeiðið er með höfundaleyfið CC-BY sem þýðir að það má nota það á hvaða veg sem er svo fremi sem upphaflegra höfunda er getið.

Námskeiðið er í 8 hlutum:

      • Introduction
      • Open Methodology
      • Open Data
      • Open Source
      • Open Access
      • Open Peer Review
      • Open Science Engagement in Academia and Beyond
      • Open Culture Change: Change Management & Mentoring Change into the System

Skoða námskeið.

NASA og opinn hugbúnaður

NASA gefur út mikið magn af opnum hugbúnaði, þar á meðal úrval af mismunandi hugbúnaði úr verkefnum sem snerta m.a.  stjörnufræði, jarðvísindi o.fl.

    • Opinn hugbúnaður skilaði Mars Ingenuity þyrlunni til reikistjörnunnar Mars árið 2021. Þyrlan, sem upphaflega átti að fara í 5 flug, er nú búin að fara í 40 flug og er enn að.
    • James Webb geimsjónaukinn byggði einnig a.m.k. að hluta til á opnum hugbúnaði. Prófanir á sjónaukanum, áður en hann fór endanlega í loftið, byggðu á NumPy safni Python sem er aðgengilegt almenningi.

Lesa áfram „NASA og opinn hugbúnaður“

USA: Árið 2023 er tileinkað opnum vísindum

The Year of Open Science

Þann 11. janúar sl. tilkynnti Hvíta húsið ásamt 10 bandarískum alríkisstofnunum  og bandalagi rúmlega 85 háskóla ásamt fleiri stofnunum – að árið 2023 yrði ár opinna vísinda.

Á árinu 2023 verður fagnað ávinningi og árangri opinna vísinda. Markmiðið er að hvetja fleiri vísindamenn til að tileinka sér opin vísindi. Árangur árs opinna vísinda mun byggja á samstarfi við einstaklinga, teymi og stofnanir sem eru tilbúin að umbreyta menningu vísinda og halda á lofti bæði þátttöku og gagnsæi.

Sett hafa verið fram fjögur markmið

  • Þróa  og móta stefnu fyrir opin vísindi
  • Bæta gagnsæi, heilindi og sanngirni í umsögnum (reviews)
  • Taka tillit til opinnar vísindastarfsemi í mati
  • Auka þátttöku hópa samfélagsins sem hafa átt undir högg að sækja varðandi framgang opinna vísinda

Lauslega þýtt og byggt á tilkynningu frá NASA:
Guide to a Year of Open Science.