Þrjár einfaldar leiðir til að þróa stefnu um opin vísindi

Dr. Heidi Sebold og Sander Bosch hafa sett saman leiðbeiningar/tillögur varðandi hvernig má þróa stefnu um opin vísindi fyrir stofnanir. Leiðbeiningarnar urðu til í vikulangri vinnustofu (Open Science Retreat 2024)  um opin vísindi í byrjun apríl 2024 í Hollandi.

      1. Þróa stefnu um afraksturinn  fyrst og sameina hana stefnu um opin vísindi síðar.
      2. Stefna snýst um „hvað“ og „afhverju“. „Hvernig“ á heima annars staðar, t.d. í leiðbeiningum.
      3. Ekki byrja á stefnunni sjálfri, heldur á leiðbeiningunum.

Um nánari útfærslu á þessum þremur tillögum má lesa hér:
Three simple rules for creating Open Science Policies.

Dr. Heidi Sebold er frumkvöðull á sviði opinna vísinda og sjálfstæður rannsakandi.
Sander Bosch er umsjónarmaður opinna vísinda við Vrije Universiteit, Amsterdam. 

Háskólinn í Stokkhólmi og opin vísindi

Háskólinn í Stokkhólmi stefnir hraðbyri að opnum vísindum innan sinna veggja og sem hluti af þeirri vinnu hefur rektor hans Astrid Söderbergh Widding fyrir hönd skólans, undirritað Barcelona yfirlýsinguna um opnar rannsóknaupplýsingar.

Wilhelm Widmark, ráðgjafi skólans varðandi Opin vísindi telur þetta mikilvægt skref til í átt að gagnsærra ferli rannsóknamats.

Rannsóknaupplýsingar eiga við um upplýsingar eða lýsigögn sem tengjast mati eða samskiptum varðandi rannsóknir. Þetta geta verið lýsigögn varðandi rannsóknagreinar eða aðrar útgáfur rannsókna, fyrir rannsakendur eða varðandi rannsóknagögn og rannsóknahugbúnað. Eins og staðan er nú, eru margir innviðir lokaðir þar sem rannsóknaupplýsingar er að finna, sem þýðir að lýsigögn eru einungis aðgengileg þeim sem greiða áskriftargjöld.

Nánar hér: Stockholm University signs declaration on open research information

 

Barcelona-yfirlýsingin og opnar rannsóknaupplýsingar

Yfir 40 stofnanir hafa skuldbundið sig til að efla gagnsæi um miðlun upplýsinga um rannsóknaraðferðir sínar og afrakstur þeirra.

Barcelona-yfirlýsingin svokallaða, sem gefin var út 16. apríl 2024, kallar eftir að opnar rannsóknarupplýsingar eða lýsigögn (e. metadata) sé almenna reglan. Þeir sem hafa undirritað yfirlýsinguna eru m.a. fjármögnunaraðilar og æðri menntastofnanir og má þar nefna Gates Foundation og Coimbra Group sem er fulltrúi 40 evrópskra háskóla.

Sjá nánar: Barcelona Declaration Pushes for Open Default to Research Information