Að uppfylla grænu leið opins aðgangs – handrit að grein í IRIS

Til þess að uppfylla grænu leið opins aðgangs er hægt að hlaða upp handriti að grein í Pure sem birtist í rannsóknaupplýsingakerfinu IRIS.

Smelltu hér fyrir leiðbeiningar.

Þú hefur tvo möguleika:

      • Preprint (forprent), sem er handrit að grein en það er sú útgáfa sem send hefur verið til útgefanda en er enn óritrýnt og ekki tilbúið til birtingar í áskriftartímariti.
      • Postprint / accepted manuscript, sem er lokagerð handrits höfundar; handrit sem búið er að ritrýna, höfundar búnir að yfirfara og senda aftur til útgefanda til birtingar í áskriftartímariti.

Lesa áfram „Að uppfylla grænu leið opins aðgangs – handrit að grein í IRIS“

N8 háskólarnir á Englandi og varðveisla réttinda

„N8“ stendur fyrir samstarf átta mikilvægra rannsóknaháskóla á Norður-Englandi, þ.e. háskólanna í Durham, Lancaster, Leeds, Liverpool, Manchester, Newcastle, Sheffield og York.

Þessir háskólar hafa gert með sér mikilvægt samkomulag um varðveislu höfundaréttinda sinna rannsakenda þegar rannsóknaafurðir þeirra eru birtar.

Háskólarnir hafa gefið út yfirlýsingu þar sem hægt er að kynna sér hvernig þeir vilja standa að varðveislu höfundaréttinda: How does rights retention work?

Nánar um yfirlýsinguna.

Til að gera langa sögu stutta, þá mælir N8 yfirlýsingin eindregið með því að vísindamenn flytji ekki sjálfkrafa hugverkaréttindi sín til útgefenda og noti yfirlýsinguna um varðveislu réttinda að staðaldri í samskiptum við útgefendur.

Gátlisti frá UNESCO fyrir útgefendur

Kominn er út gátlisti frá UNESCO sem er er hluti af UNESCO Open Science Toolkit og gerður til að styðja við innleiðingu tilmæla UNESCO um opin vísindi.

Tékklistinn er gerður í  samstarfi við Open Access Scholarly Publishing Association (OASPA) fjölbreytt samfélag samtaka sem stunda opna fræðimennsku. Markmiðið er að veita útgefendum sem gefa út í opnum aðgangi hagnýta aðstoð til að skilja tilmæli UNESCO betur með því að varpa ljósi á vissa mikilvæga hluti sem eiga við um slíka útgefendur.